Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
15. mars 2020

  Ís­lenskt sam­fé­lag tekst nú á við mikl­ar áskor­an­ir vegna heims­far­ald­urs COVID-19. Grip­ið hef­ur ver­ið til að­gerða sem eiga sér eng­in for­dæmi á lýð­veld­is­tím­um sem með­al ann­ars snúa að skóla­starfi í land­inu.

  Ís­lenskt sam­fé­lag tekst nú á við mikl­ar áskor­an­ir vegna heims­far­ald­urs COVID-19. Grip­ið hef­ur ver­ið til að­gerða sem eiga sér eng­in for­dæmi á lýð­veld­is­tím­um sem með­al ann­ars snúa að skóla­starfi í land­inu. Í fram­haldi af fundi sótt­varn­ar­lækn­is, full­trúa al­manna­varn­ar­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is, Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­lags, Sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Reykja­vík­ur­borg­ar og Kenn­ara­sam­bands Ís­lands, laug­ar­dag­inn 14. mars, kem­ur eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ing:

  „Al­manna­varn­ir standa frammi fyr­ir nýj­um veru­leika á hverj­um degi. Brýnt er að til­mæl­um yf­ir­valda, sem miða að því að tryggja ör­yggi borg­ar­anna og verja inn­viði ís­lensks sam­fé­lags, sé fylgt og að ákvarð­ana­taka og fram­kvæmd séu eins vand­að­ar og kost­ur er.

  Mat sótt­varn­ar­lækn­is og yf­ir­valda á þess­ari stundu er að þýð­ing­ar­mik­ið sé að leik- og grunn­skól­ar starfi áfram. Þessi ákvörð­un bygg­ir á eðli sjúk­dóms­ins og mik­il­vægi skóla í sam­fé­lag­inu. Starf­semi skóla verð­ur þó skil­yrð­um háð og ljóst er að skóla­hald mun rask­ast.

  Ör­yggi og heilsa nem­enda og starfs­fólks er fyr­ir öllu. Við­kvæma hópa þarf að verja sér­stak­lega og tryggja að um­svifa­laust sé brugð­ist við öll­um mik­il­væg­um upp­lýs­ing­um sem varða starf­semi skól­anna.

  Sam­fé­lag­ið tek­ur nú allt hönd­um sam­an í því verk­efni sem blas­ir við. Skóla­kerf­ið mun ekki anna öll­um lög­bundn­um verk­efn­um á næstu vik­um og þarf að for­gangsr­aða. Því er þeim til­mæl­um beint til al­menn­ings, og sér­stak­lega til at­vinnu­lífs­ins, að sýna sveigj­an­leika og ábyrgð. For­eldr­ar eru beðn­ir um að fara að þeim til­mæl­um sem koma frá skóla­yf­ir­völd­um og skóla­stjórn­end­um um skóla­hald.

  Skólastarf er ein af grunnstoð­um sam­fé­lags­ins. Skól­ar hafa með­al ann­ars það hlut­verk að auka jöfn­uð og vernda börn. Starfs­fólk skól­anna hef­ur unn­ið þrek­virki við að styðja við nem­end­ur á þess­um óvissu­tím­um.

  Þeir að­il­ar sem und­ir þessa yf­ir­lýs­ingu skrifa ætla sér að eiga mik­ið og öfl­ugt sam­starf til að tryggja að brugð­ist sé hratt og vel við þeim að­stæð­um sem upp koma. Í þeirri vinnu mun vel­ferð og ör­yggi æv­in­lega hafa for­gang. Tryggt verð­ur að upp­lýs­inga­gjöf um mál­efni skól­anna sé öfl­ug, mark­viss og heið­ar­leg.”

   

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

   

  net­spjall

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00