Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. apríl 2010

    Mosfellsbær úr lofti séðurÁrs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2009 var kynnt­ur á 534. fundi­bæj­ar­stjórn­ar mið­viku­dag­inn 21. apríl 2010 og hon­um vísað til seinnium­ræðu sem er fyr­ir­hug­uð er 5. maí.

    Mosfellsbær úr lofti séðurÁrs­reikn­ing­ur Mos­fells­bæj­ar fyr­ir árið 2009 var kynnt­ur á 534. fundi bæj­ar­stjórn­ar mið­viku­dag­inn 21. apríl 2010 og hon­um vísað til seinni um­ræðu sem er fyr­ir­hug­uð er 5. maí.

    Rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins á ár­inu 2009 gekk vel ef tek­ið er til­lit til þess krefj­andi efna­hags­um­hverf­is sem við búum nú við. Rekstr­araf­gang­ur af A-hluta að und­an­skild­um fjár­magns­gjöld­um var 126 millj­ón­ir króna. Fjár­magns­gjöld voru rúm­ar 460 millj­ón­ir, þar af verð­bæt­ur og geng­istap 314 millj­ón­ir og er því rekstr­ar­halli á A-hluta sem nem­ur um 322 millj­ón­um á ár­inu 2009.  Veltufé frá rekstri er já­kvætt.

    Starfs­fólk Mos­fells­bæj­ar hef­ur sýnt mikla ráð­deild í rekstri stofn­ana en hef­ur um leið stað­ið vörð um vel­ferð og fjöl­skyld­una í þeim áætl­un­um sem unn­ið hef­ur ver­ið eft­ir. Út­svar í Mos­fells­bæ er und­ir leyfi­legu há­marki og gjald­skrár fyr­ir þjón­ustu lækk­uðu að raun­virði á ár­inu. Er það lið­ur í því mark­miði Mos­fells­bæj­ar að reyna að koma í veg fyr­ir að aukn­ar álög­ur legg­ist á heim­ilin. Tek­ist hef­ur að stilla rekst­ur sveit­ar­fé­lags­ins af á móti tekj­um með ásætt­an­legri rekstr­arnið­ur­stöðu A-hluta stofn­ana fyr­ir fjár­magnsliði.

    Nið­ur­staða úr árs­reikn­ingi er í sam­ræmi við áætlun árs­ins. Gert hafði ver­ið ráð fyr­ir halla í rekstri á ár­inu 2009 og að fullt jafn­vægi verði í rekstri á ár­inu 2010. Í þriggja ára áætlun Mos­fells­bæj­ar er hins veg­ar gert ráð fyr­ir því að hall­inn verði unn­inn upp og bæj­ar­sjóði skilað með hagn­aði á ár­inu 2011.

    Eig­in­fjár­hlut­fall hef­ur far­ið hækk­andi jafnt og þétt á und­an­förn­um árum. Mos­fells­bær nýt­ur trausts á láns­mörk­uð­um og tók lán á hag­stæð­um kjör­um fyr­ir stór­um fram­kvæmd­um á ár­inu 2009, svo sem bygg­ingu nýs leik- og grunn­skóla, Krika­skóla. Mos­fells­bær er eitt af fáum sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem íbúa­fjölg­un var milli ára og því brýnt að halda áfram nauð­syn­legri upp­bygg­ingu sé þess kost­ur. Skuld­ir og skuld­bind­ing­ar sveit­ar­fé­lags­ins nema sam­tals um 6,9 millj­örð­um en bók­fært verð­mæti eigna er 10,4 millj­arð­ar og er eig­ið fé því 3,5 millj­arð­ar.

    Að með­töld­um B-hluta stofn­un­um var já­kvæð rekstr­arnið­ur­staða upp á 367 millj­ón­ir að und­an­skild­um fjár­mannslið­um. Vaxta­gjöld og geng­istap var 652 millj­ón­ir og er nið­ur­stað­an því nei­kvæð upp á 267 millj­ón­ir.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00