Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2010 var kynntur á 558. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 11. maí 2011 og honum vísað til seinni umræðu sem er fyrirhuguð er 25. maí. Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2010 er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarafgangur af samstæðunni að undanskildum fjármagnsgjöldum var 206 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru um 415 milljónir og er því er rekstrarniðurstaða neikvæð sem nemur 205 milljónum á árinu 2010. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 182 milljónir króna. Framlegð er 453 milljónir sem nemur 13,2% af skatttekjum.
Rekstrarafgangur hjá Mosfellsbæ fyrir fjármagnsliði
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2010 í samræmi við fjárhagsáætlun
Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2010 var kynntur á 558. fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 11. maí 2011 og honum vísað til seinni umræðu sem er fyrirhuguð er 25. maí.
Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2010 er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins. Rekstrarafgangur af samstæðunni að undanskildum fjármagnsgjöldum var 206 milljónir króna. Fjármagnsgjöld voru um 415 milljónir og er því er rekstrarniðurstaða neikvæð sem nemur 205 milljónum á árinu 2010. Veltufé frá rekstri er jákvætt um 182 milljónir króna. Framlegð er 453 milljónir sem nemur 13,2% af skatttekjum.
Bæjarstjórn ákvað í kjölfar efnahagshruns að milda áhrif efnahagsþrenginganna á íbúa sveitarfélagsins og dreifa þeim á þriggja ára tímabil. Lækkun skulda á árunum í aðdraganda hrunsins gera þetta jafnframt kleift. Ekki voru umtalsverðar hækkanir á gjaldskrám og útsvar var níu prósentustigum undir leyfilegu hámarki á árinu 2010. Þriggja ára áætlun gerir ráð fyrir að halli ársins 2010 verði unninn upp og í áætlun ársins 2011 er gert ráð fyrir hallalausum rekstri.
Rekstur stofnana Mosfellsbæjar er með miklum ágætum. Hagrætt var í rekstri til að mæta lægri tekjum sem og hækkun kostnaðar svo komast mætti hjá því að hækka gjaldskrár vegna þjónustu og leggja þannig meiri byrðar á fjölskyldur. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta stofnana er því ásættanleg fyrir fjármagnsliði.
Uppbyggingu í sveitarfélaginu var fram haldið á árinu 2010 þrátt fyrir krefjandi umhverfi. Nýr skóli var tekinn í notkun og gerðir voru samningar við ríkisvaldið um byggingu hjúkrunarheimilis og framhaldsskóla í Mosfellsbæ. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist á árinu 2011. Fjármögnun þeirra verkefna er tryggð á hagstæðum kjörum og einnig hefur Mosfellsbær unnið markvisst að því að lækka fjármagnskostnað með endurfjármögnum lána á hagstæðari kjörum.
Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins nema samtals um 8,1 milljörðum en bókfært verðmæti eigna er 11,7 milljarðar og er eigið fé því 3,6 milljarðar.
-ENDIR-
Meðfylgjandi:
Ársreikningur Mosfellsbæjar 2010
Lykiltölur úr ársreikningi Mosfellsbæjar 2010.
Lykiltölur úr efnahagsreikningi Mosfellsbæjar 2010.
Ársreikning bæjarsjóðs Mosfellsbæjar má nálgast á slóðinni: www.mos.is/stjornsysla/fjarmal
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dögg Auðunsdóttir, forstöðumaður kynningarmála hjá Mosfellsbæ, s. 894 9050/525 6700 sigridurdogg@mos.is
Lykiltölur úr ársreikningi Mosfellsbæjar 2010 |
|
|
|
|
||
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrarreikningur ársins 2010 |
|
|
|
|
|
|
(í milljónum króna) |
Sveitarsjóður |
|
Samantekið |
|||
|
|
A hluti |
|
A og B hluti |
||
|
|
Raun |
Áætlun |
|
Raun |
Áætlun |
Rekstrartekjur: |
|
|
|
|
|
|
|
Útsvar og fasteignaskattur |
3.126 |
3.152 |
|
3.121 |
3.147 |
|
Framlög Jöfnunarsjóðs |
321 |
300 |
|
321 |
300 |
|
Aðrar tekjur |
659 |
549 |
|
1.066 |
948 |
Rekstrartekjur samtals |
4.106 |
4.001 |
|
4.508 |
4.395 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrargjöld: |
|
|
|
|
|
|
|
Laun og launatengd gjöld |
2.424 |
2.355 |
|
2.443 |
2.371 |
|
Annar rekstrarkostnaður |
1.418 |
1.359 |
|
1.611 |
1.554 |
|
Afskriftir |
185 |
172 |
|
248 |
236 |
Rekstrargjöld samtals |
4.028 |
3.887 |
|
4.302 |
4.161 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða |
79 |
114 |
|
206 |
234 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Fjármagnsgjöld |
(293) |
(326) |
|
(415) |
(453) |
|
Tekjuskattur |
0 |
0 |
|
4 |
0 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Rekstrarniðurstaða |
(214) |
(212) |
|
(205) |
(219) |
|
|
|
|
|
|
|
Úr efnahagsreikningi Mosfellsbæjar 31.12.2010 |
|
|
|
|
||
(í milljónum króna) |
Sveitarsjóður |
|
Samantekið |
|||
|
|
A hluti |
|
A og B hluti |
||
|
|
2010 |
2009 |
|
2010 |
2009 |
Eignir: |
|
|
|
|
|
|
|
Fastafjármunir |
9.947 |
9.562 |
|
11.012 |
10.559 |
|
Veltufjármunir |
843 |
863 |
|
660 |
703 |
Eignir samtals |
10.790 |
10.425 |
|
11.672 |
11.262 |
|
|
|
|
|
|
|
|
Skuldir og eigið fé: |
|
|
|
|
|
|
|
Skuldir og skuldbindingar |
7.497 |
6.918 |
|
8.075 |
7.460 |
|
Eigið fé |
3.293 |
3.507 |
|
3.597 |
3.802 |
Skuldir og eigið fé samtals |
10.790 |
10.425 |
|
11.672 |
11.262 |
|
|
|
|
|
|
|