EFLA er að vinna að rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina þar sem markmiðið er að varpa ljósi á dreifingu umferðar yfir sólarhringinn á mismunandi gerðum gatna.
EFLA er að vinna að rannsóknarverkefni fyrir Vegagerðina þar sem markmiðið er að varpa ljósi á dreifingu umferðar yfir sólarhringinn á mismunandi gerðum gatna. Niðurstöðurnar gefa mikilvægar upplýsingar um dreifingu og samsetningu umferðar á götum með mismunandi eiginleika sem gagnast meðal annars við greiningu/útreikninga á áhrifum umferðar á hljóðvist.
Fyrr í vetur taldi EFLA umferðina við Klapparhlíð og er ætlunin að telja aftur í Klapparhlíð á morgun til að skoða hvernig/hvort dreifing umferðar í húsagötum breytist milli árstíma. Til að telja umferðina er notast við umferðarteljara sem greinir meðal annars hlutfall mismunandi gerða ökutækja og dreifing umferðar yfir sólarhringinn.