Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. júlí 2017

    Mos­fells­bær og Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið hafa und­ir­ritað samn­ing til þriggja ára um að Ís­lenska gáma­fé­lag­ið setji upp og reki þrjár hleðslu­stöðv­ar sem geta hlað­ið all­ar gerð­ir raf­bíla á Ís­landi.

    Mos­fells­bær og Ís­lenska Gáma­fé­lag­ið hafa und­ir­ritað samn­ing til þriggja ára um að Ís­lenska gáma­fé­lag­ið setji upp og reki þrjár hleðslu­stöðv­ar sem geta hlað­ið all­ar gerð­ir raf­bíla á Ís­landi. Fyrst sinn er áætluð stað­setn­ing stöðva við Íþróttamið­stöð Lága­felli, Íþróttamið­stöð Varmá og Fram­halds­skól­ann í Mos­fells­bæ.

    Upp­setn­ing raf­hleðslu­stöðv­anna fer af stað inn­an mán­að­ar og áætluð verklok eru í janú­ar á næsta ári. Stöðv­arn­ar verða merkt­ar Mos­fells­bæ og Ísorku, sem er vörumerki í eigu Ís­lenska gáma­fé­lags­ins. Þær verða snúru­laus­ar eru af gerð­inni Circontrol eVolve og eru 2 x 22kW AC.

    ,,Við höf­um lagt mikla vinnu og metn­að í að bjóða ein­ung­is há­gæða bún­að og frá­bær­ar lausn­ir til að miðla upp­lýs­ing­um til raf­bíla eig­enda í gegn­um Ísorku,“ seg­ir Sig­urð­ur Ást­geirs­son, verk­efna­stjóri orku­lausna hjá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu og lýs­ir yfir ánægju sinni með frum­kvæði Mos­fells­bæj­ar við að koma til móts við raf­bíla­eig­end­ur. ,,Þetta eru fyrstu skref í upp­hafi bylt­ing­ar í orku­skipti í sam­göng­um,“ bæt­ir hann við.

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar er ánægð­ur með sam­starf­ið. „Mos­fells­bær hef­ur lagt áherslu á um­hverf­is­mál og ver­ið í far­ar­broddi þeg­ar kem­ur að nátt­úru­vernd og sjálf­bærni. Við vilj­um taka virk­an þátt í orku­skipt­um í sam­göng­um. Mark­mið­ið er að íbú­um Mos­fells­bæj­ar verði gert kleift að velja um­hverf­i­s­væn­an sam­göngu­máta með­al ann­ars með því að auð­velda að­gengi að hleðslu­stöðv­um.“

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00