Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. nóvember 2024

Veit­ur ohf. hafa sett fram að­gerðaráætlun til að styrkja af­hend­ingu raf­magns til Mos­fells­bæj­ar og auka þar með raf­magns­ör­yggi til bæj­ar­ins. Að­gerðaráætl­un­in fel­ur m.a. í sér tvö sett af jarð­strengj­um sem lagð­ir verða að veitu­stöð Mos­fells­bæj­ar.

Hönn­un verks­ins er lok­ið og verkút­boð verð­ur í byrj­un árs 2025. Stefnt er á að fram­kvæmd­um ljúki fyr­ir ára­mót­in 2025-2026.

Or­sak­ir raf­magns­leys­is sem ekki er til­greint um fyr­ir­fram vegna fram­kvæmda og/eða við­halds­mála má yf­ir­leitt rekja til ófyr­ir­séðr­ar við­halds­vinnu á veitu­kerfi, veik­leika í veitu­kerfi eða til óvar­kárni verk­taka­vinnu vegna fram­kvæmda við veitu­kerfi.

Netspjall

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00

Þjónustuver 525-6700

Opið virka daga
mán. – fim. 8:00-16:00
fös. 8:00-13:00