Veitur ohf. hafa sett fram aðgerðaráætlun til að styrkja afhendingu rafmagns til Mosfellsbæjar og auka þar með rafmagnsöryggi til bæjarins. Aðgerðaráætlunin felur m.a. í sér tvö sett af jarðstrengjum sem lagðir verða að veitustöð Mosfellsbæjar.
Hönnun verksins er lokið og verkútboð verður í byrjun árs 2025. Stefnt er á að framkvæmdum ljúki fyrir áramótin 2025-2026.
Orsakir rafmagnsleysis sem ekki er tilgreint um fyrirfram vegna framkvæmda og/eða viðhaldsmála má yfirleitt rekja til ófyrirséðrar viðhaldsvinnu á veitukerfi, veikleika í veitukerfi eða til óvarkárni verktakavinnu vegna framkvæmda við veitukerfi.