Síðasta Opna hús ársins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar. Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna. Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi sem hjálpar okkur að takast á við aðstæður. Eðlileg spenna getur virkað hvetjandi í prófum og undirbúningi fyrir próf. Þannig getur kvíðinn virkað sem jákvæður hvati.
Eins fram hefur komið, er á opnum húsum lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga.
Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Að þessu sinni mun Hulda Sólrún Guðmundsdóttir sálfræðingur fjalla um próf og prófkvíða barna.
Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við álagi sem hjálpar okkur að takast á við aðstæður. Eðlileg spenna getur virkað hvetjandi í prófum og undirbúningi fyrir próf.
Þannig getur kvíðinn virkað sem jákvæður hvati.
Verði kvíðinn langvarandi eða yfirþyrmandi verður hann hins vegar hamlandi á árangur.
Það er mismunandi eftir einstaklingum hversu miklum kvíða þeir finna fyrir og margir þættir sem spila þar inn í.
Á þessu opna húsi ætlar Hulda Sólrún að skoða með okkur hvað foreldrar geti gert og hvað þurfa þeir að hafa í huga til að auðvelda börnum sínum að takast á við prófatímabil og óeðlilegan kvíða.
Láttu þetta áhugaverða innlegg ekki framhjá þér fara, sjáumst!
Líkt og undanfarin ár er Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna með einum eða öðrum hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum að því loknu. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.
Á opnum húsum er sjónum beint að hagnýtum ráðum við uppeldi og umgengni við börn og unglinga.
Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, þjálfarar, frístundaleiðbeindur, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Kveðja, Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar