Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. apríl 2016

    Síð­asta Opna hús árs­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 27. apríl klukk­an 20 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar. Að þessu sinni mun Hulda Sól­rún Guð­munds­dótt­ir sál­fræð­ing­ur fjalla um próf og próf­kvíða barna. Kvíði er nátt­úru­legt við­bragð lík­amans við álagi sem hjálp­ar okk­ur að takast á við að­stæð­ur. Eðli­leg spenna get­ur virkað hvetj­andi í próf­um og und­ir­bún­ingi fyr­ir próf. Þann­ig get­ur kvíð­inn virkað sem já­kvæð­ur hvati.

    Síð­asta Opna hús árs­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar verð­ur hald­ið mið­viku­dag­inn 27. apríl klukk­an 20 í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar

    Eins fram hef­ur kom­ið, er á opn­um hús­um lögð áhersla á hag­nýt ráð varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga.
    Ráð sem for­eldr­ar, systkin, amma og afi, þjálf­ar­ar, kenn­ar­ar og all­ir þeir sem koma að upp­vexti barna og ung­linga geta nýtt sér.

    Að þessu sinni mun Hulda Sól­rún Guð­munds­dótt­ir sál­fræð­ing­ur fjalla um próf og próf­kvíða barna.

    Kvíði er nátt­úru­legt við­bragð lík­amans við álagi sem hjálp­ar okk­ur að takast á við að­stæð­ur. Eðli­leg spenna get­ur virkað hvetj­andi í próf­um og und­ir­bún­ingi fyr­ir próf.
    Þann­ig get­ur kvíð­inn virkað sem já­kvæð­ur hvati.
    Verði kvíð­inn langvar­andi eða yf­ir­þyrm­andi verð­ur hann hins veg­ar hamlandi á ár­ang­ur.
    Það er mis­mun­andi eft­ir ein­stak­ling­um hversu mikl­um kvíða þeir finna fyr­ir og marg­ir þætt­ir sem spila þar inn í.

    Á þessu opna húsi ætl­ar Hulda Sól­rún að skoða með okk­ur hvað for­eldr­ar geti gert og hvað þurfa þeir að hafa í huga til að auð­velda börn­um sín­um að takast á við prófa­tíma­bil og óeðli­leg­an kvíða.

    Láttu þetta áhuga­verða inn­legg ekki fram­hjá þér fara, sjá­umst!

    Líkt og und­an­farin ár er Skóla­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar með opin hús í vet­ur fyr­ir alla þá er koma að upp­eldi barna með ein­um eða öðr­um hætti. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvölds­ins og lýk­ur á spurn­ing­um og sam­ræð­um að því loknu. Opnu hús­in eru hald­in í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar í Kjarna, síð­asta mið­viku­dags­kvöld í mán­uði kl. 20:00-21:00 nema ann­að sé aug­lýst sér­stak­lega.

    Á opn­um hús­um er sjón­um beint að hag­nýt­um ráð­um við upp­eldi og um­gengni við börn og ung­linga.

    For­eldr­ar/for­ráða­menn, starfs­menn leik- og grunn­skóla, þjálf­ar­ar, frí­stunda­leið­beind­ur, ömm­ur, afar og að­r­ir bæj­ar­bú­ar, tök­um þessi kvöld frá, hitt­umst og eig­um sam­ræð­ur um mál­efni er varða börn og ung­linga í Mos­fells­bæ.

    Kveðja, Skóla­skrif­stofa Mos­fells­bæj­ar

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00