Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. september 2010

  PollapönkHljóm­sveit­in Pollapönk held­ur tón­leika fyr­ir leik- og grunn­skóla­börn­Mos­fells­bæj­ar á morg­un, föstu­dag­inn 17. sept­em­ber, kl 10:00 íÁla­fosskvos. Tón­leik­arn­ir eru í boði Mús­Mos og Pollapönks.

  PollapönkHljóm­sveit­in Pollapönk held­ur tón­leika fyr­ir leik- og grunn­skóla­börn Mos­fells­bæj­ar á morg­un, föstu­dag­inn 17. sept­em­ber, kl 10:00 í Ála­fosskvos. Tón­leik­arn­ir eru í boði Mús­Mos og Pollapönks.

  Pollapönk er hug­ar­fóst­ur leik­skóla­kenn­ar­anna Heið­ars og Halla, oft kennda við hljóm­sveit­ina Botn­leðju.Geisladisk­ur­inn Pollapönk (2006) var út­skrift­ar­verk­efni þeirra við Kenn­ara­há­skóla Ís­lands en skemmst er frá því að segja að sá disk­ur féll í góð­an jarð­veg bæði hjá börn­um og full­orðn­um. Árið 2007 barst þeim fé­lög­um liðs­styrk­ur en Arn­ar Gíslason og Guðni Finns­son úr hljóm­sveit­un­um Ensími og Dr.Spock gengu til liðs við þá. Ný­ver­ið kom út nýr geisladisk­ur, Meira pollapönk. Á hon­um má finna lög á borð við “113 vælu­bíll­inn”, “Þór og Jón eru hjón”, “Pönk­af­inn” o.fl. Í lög­un­um er tek­ið á mál­um sem bæði börn og full­orðn­ir velta fyr­ir sér.

  Mark­mið­ið með Pollapönk er að búa til tónlist og texta sem bæði börn og full­orðn­ir geta haft gam­an af. Einn­ig að skapa hljóm­sveit fyr­ir börn sem fylgt er eft­ir af sama metn­aði og ef um hljóm­sveit fyr­ir full­orðna væri að ræða.

  Til­gang­ur tón­leik­anna er að leyfa börn­um að upp­lifa og fá að njóta tón­list­ar á þenn­an hátt.

  Að­gang­ur er ókeyp­is og eru all­ir vel­komn­ir.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00