Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. júlí 2018

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 1361. fundi sín­um sem hald­inn var fimmtu­dag­inn 19. júlí 2018 per­sónu­vernd­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr.90/2018.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti á 1361. fundi sín­um sem hald­inn var fimmtu­dag­inn 19. júlí 2018 per­sónu­vernd­ar­stefnu Mos­fells­bæj­ar í sam­ræmi við lög um per­sónu­vernd og vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga nr. 90/2018.

    Mos­fells­bær ein­set­ur sér að tryggja áreið­an­leika, trún­að og ör­yggi við vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga. Per­sónu­vernd­ar­stefna Mos­fells­bæj­ar lýs­ir vinnslu Mos­fells­bæj­ar á per­sónu­upp­lýs­ing­um. Mos­fells­bær mun auk þess leit­ast við að veita þeim ein­stak­ling­um sem vinnsla per­sónu­upp­lýs­ing­ar nær yfir nán­ari fræðslu um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga. Með stefn­unni legg­ur Mos­fells­bær áherslu á mik­il­vægi per­sónu­vernd­ar við alla vinnslu á per­sónu­upp­lýs­ing­um eins og þær eru skil­greind­ar í lög­um.

    Stefn­an gild­ir um sér­hverja vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga í skiln­ingi l. 90/2018, í allri starf­semi á veg­um Mos­fells­bæj­ar, þ.m.t. stofn­ana og nefnda á veg­um Mos­fells­bæj­ar sem og í með­ferð starfs­manna, kjör­inna full­trúa og nefnd­ar­manna á per­sónu­upp­lýs­ing­um.

    Per­sónu­upp­lýs­ing­ar í skiln­ingi per­sónu­vernd­ar­stefnu þess­ar­ar eru hvers kyns upp­lýs­ing­ar um per­sónu­greind­an eða per­sónu­grein­an­leg­an ein­stak­ling, þ.e. upp­lýs­ing­ar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveð­ins ein­stak­lings. Upp­lýs­ing­ar sem eru óper­sónu­grein­an­leg­ar teljast ekki per­sónu­upp­lýs­ing­ar. Um nán­ari skil­grein­ingu á því hvað telj­ist per­sónu­upp­lýs­ing­ar og hvað telj­ist við­kvæm­ar per­sónu­upp­lýs­ing­ar vís­ast til 2. og 3. tl. 3. gr. l. 90/2018. Und­ir hug­tak­ið vinnsla fell­ur öll notk­un og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga, s.s. söfn­un, skrán­ing, varð­veisla og eyð­ing, sbr. 4. tl. 3. gr. l. 90/2018.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00