Eins og áður leitum við til ykkar, bæjarbúa eftir tilnefningum um þá aðila/fyrirtæki sem skarað hafa framúr hvað varðar jafnréttismál í Mosfellsbæ þetta árið.
Eins og áður leitum við til ykkar, bæjarbúa eftir tilnefningum um þá aðila/fyrirtæki sem skarað hafa framúr hvað varðar jafnréttismál í Mosfellsbæ þetta árið. Jafnrétti kynja byggir á því að konur og karlar hafi jafnmikið vald og séu bæði virk og sýnilegir þátttakendur á öllum sviðum. Stöðugt þarf að standa vörð um jafnrétti kynjanna og er virkri og öflugri jafnréttisáætlun framfylgt í Mosfellsbæ.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar árið 2017 verður haldinn hátíðlegur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar mánudaginn 18. september milli kl. 15:30-18:00.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar hefur verið haldinn hátíðlegur síðan árið 2008 og er tilgangur hans fylgja eftir því sem vel er gert á ári hverju, tryggja að allir málaflokkar jafnréttis fái svigrúm í umræðu og áherslum auk þess að hvetja til áframhaldandi metnaðarfullrar vitundar og eftirfylgni um jafnréttismál í Mosfellsbæ.
Við hvetjum ykkur til að senda inn tilnefningar fyrir 8. september næstkomandi.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar – Dagskrá
- 15:30 – Ávarp
– Theodór Kristjánsson, formaður fjölskyldunefndar og bæjarfulltrúi - 15:40 – Birtingarmynd ofbeldis
– Þorbjörg Inga Jónsdóttir hrl. og varaformaður fjölskyldunefndar - 16:00 – Aðkoma lögreglu að kynbundnu ofbeldi
– Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins - 16:20 – Stígamót – Karlar sem brotaþolar
– Hjálmar Gunnar Sigmundsson ráðgjafi - 16:40 – Kvennaathvarfið – tölum um ofbeldi
– Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra - 17:00 – Bjarkarhlíð – fyrir alla 18 ára og eldri sem hafa orðið fyrir ofbeldi
– Ragna Guðbrandsdóttir verkefnastjóri - 17:20 – Gegn ofbeldi – Pallborð
– Theódór Kristjánsson formaður fjölskyldunefndar, Þorbjörg Inga Jónsdóttir varaformaður fjölskyldunefndar, Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfs, Sandra Kristín Davíðsd. Lynch nemandi FMos og Unnur V. Ingólfsdóttir framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs. - 17:50 – Ávarp bæjarstjóra og afhending jafnrétttisviðurkenningar Mosfellsbæjar
– Haraldur Sverrisson bæjarstjóri - 18:00 – Dagskrárlok
Fundarstjóri: Anna Sigríður Guðnadóttir bæjarfulltrúi
Allir íbúar Mosfellsbæjar og aðrir áhugasamir um jafnréttismál eru velkomnir á fundinn.
– Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar