Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. ágúst 2017

    Eins og áður leit­um við til ykk­ar, bæj­ar­búa eft­ir til­nefn­ing­um um þá að­ila/fyr­ir­tæki sem skarað hafa framúr hvað varð­ar jafn­rétt­is­mál í Mos­fells­bæ þetta árið.

    Eins og áður leit­um við til ykk­ar, bæj­ar­búa eft­ir til­nefn­ing­um um þá að­ila/fyr­ir­tæki sem skarað hafa framúr hvað varð­ar jafn­rétt­is­mál í Mos­fells­bæ þetta árið. Jafn­rétti kynja bygg­ir á því að kon­ur og karl­ar hafi jafn­mik­ið vald og séu bæði virk og sýni­leg­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um. Stöð­ugt þarf að standa vörð um jafn­rétti kynj­anna og er virkri og öfl­ugri jafn­rétt­isáætlun fram­fylgt í Mos­fells­bæ.

    Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar árið 2017 verð­ur hald­inn há­tíð­leg­ur í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar mánu­dag­inn 18. sept­em­ber milli kl. 15:30-18:00.

    Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar hef­ur ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur síð­an árið 2008 og er til­gang­ur hans fylgja eft­ir því sem vel er gert á ári hverju, tryggja að all­ir mála­flokk­ar jafn­rétt­is fái svigrúm í um­ræðu og áhersl­um auk þess að hvetja til áfram­hald­andi metn­að­ar­fullr­ar vit­und­ar og eft­ir­fylgni um jafn­rétt­is­mál í Mos­fells­bæ.

    Við hvetj­um ykk­ur til að senda inn til­nefn­ing­ar fyr­ir 8. sept­em­ber næst­kom­andi.

    Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar – Dagskrá

    • 15:30 – Ávarp
      – Theodór Kristjáns­son, formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar og bæj­ar­full­trúi
    • 15:40 – Birt­ing­ar­mynd of­beld­is
      – Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir hrl. og vara­formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar
    • 16:00 – Að­koma lög­reglu að kyn­bundnu of­beldi
      – Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins
    • 16:20 – Stíga­mót – Karl­ar sem brota­þol­ar
      – Hjálm­ar Gunn­ar Sig­munds­son ráð­gjafi
    • 16:40 – Kvenna­at­hvarf­ið – töl­um um of­beldi
      – Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir fram­kvæmda­stýra
    • 17:00 – Bjark­ar­hlíð – fyr­ir alla 18 ára og eldri sem hafa orð­ið fyr­ir of­beldi
      – Ragna Guð­brands­dótt­ir verk­efna­stjóri
    • 17:20 – Gegn of­beldi – Pall­borð
      – Theódór Kristjáns­son formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar, Þor­björg Inga Jóns­dótt­ir vara­formað­ur fjöl­skyldu­nefnd­ar, Sig­þrúð­ur Guð­munds­dótt­ir fram­kvæmda­stýra Kvenna­at­hvarfs, Sandra Kristín Dav­íðsd. Lynch nem­andi FMos og Unn­ur V. Ing­ólfs­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri fjöl­skyldu­sviðs.
    • 17:50 – Ávarp bæj­ar­stjóra og af­hend­ing jafn­rétttisvið­ur­kenn­ing­ar Mos­fells­bæj­ar
      – Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri
    • 18:00 – Dag­skrár­lok

    Fund­ar­stjóri: Anna Sig­ríð­ur Guðna­dótt­ir bæj­ar­full­trúi

    All­ir íbú­ar Mos­fells­bæj­ar og að­r­ir áhuga­sam­ir um jafn­rétt­is­mál eru vel­komn­ir á fund­inn.

    – Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00