Bæjarstjóri Mosfellsbæjar boðar til íbúafundar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011. Fundurinn verður haldinn í Hlégarðiþriðjudagskvöldið 26. október kl. 20-21.30. Markmið fundarins er að fá umræðu meðal íbúa um leiðir til hagræðingar í rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári.
Bæjarstjóri Mosfellsbæjar boðar til íbúafundar um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2011. Fundurinn verður haldinn í Hlégarði þriðjudagskvöldið 26. október kl. 20-21.30.
Markmið fundarins er að fá umræðu meðal íbúa um leiðir til hagræðingar í rekstri Mosfellsbæjar á næsta ári og hugmyndir sem nýst geta við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011 sem nú er í gangi.
Framundan er krefjandi verkefni sem bæjaryfirvöld óska eftir samvinnu við bæjarbúa um. Ljóst er að í því umhverfi sem við búum nú í þarf að
hagræða enn frekar í rekstri sveitarfélagsins. Við óskum eftir að heyra raddir íbúa um hvar þeim finnist að megi hagræða og hvar ekki.
Að fundinum loknum verða niðurstöður umræðuhópanna dregnar saman og birtar á vef Mosfellsbæjar, www.mos.is
Í upphafi fundar verður hálftíma kynning á starfsemi Mosfellsbæjar, verkefnum sveitarfélagsins og forsendum fjárhagsáætlunarinnar. Þá verða spurningar úr sal og loks verður fundarmönnum skipt í hópa þar sem lagðar verða fram tvær spurningar: Hvar má spara og hvar má ekki spara?
Á mos.is verður einnig hægt að senda inn hugmyndir um hagræðingu. Nánari upplýsingar á www.mos.is/ibuafundur