Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. október 2010

    Íbúafundur um fjárhagsáætlunBæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar boð­ar til íbúa­fund­ar um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2011. Fund­ur­inn verð­ur hald­inn í Hlé­garði­þriðju­dags­kvöld­ið 26. októ­ber kl. 20-21.30. Markmið fund­ar­ins er að fá um­ræðu með­al íbúa um leið­ir til hag­ræð­ing­ar í rekstri Mos­fells­bæj­ar á næsta ári.

    Íbúafundur um fjárhagsáætlunBæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar boð­ar til íbúa­fund­ar um fjár­hags­áætlun Mos­fells­bæj­ar 2011. Fund­ur­inn verð­ur hald­inn í Hlé­garði þriðju­dags­kvöld­ið 26. októ­ber kl. 20-21.30.

    Markmið fund­ar­ins er að fá um­ræðu með­al íbúa um leið­ir til hag­ræð­ing­ar í rekstri Mos­fells­bæj­ar á næsta ári og hug­mynd­ir sem nýst geta við gerð fjár­hags­áætl­un­ar árs­ins 2011 sem nú er í gangi.

    Framund­an er krefj­andi verk­efni sem bæj­ar­yf­ir­völd óska eft­ir sam­vinnu við bæj­ar­búa um. Ljóst er að í því um­hverfi sem við búum nú í þarf að
    hagræða enn frek­ar í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins. Við ósk­um eft­ir að heyra radd­ir íbúa um hvar þeim finn­ist að megi hagræða og hvar ekki.
    Að fund­in­um lokn­um verða nið­ur­stöð­ur um­ræðu­hóp­anna dregn­ar sam­an og birt­ar á vef Mos­fells­bæj­ar, www.mos.is

    Í upp­hafi fund­ar verð­ur hálf­tíma kynn­ing á starf­semi Mos­fells­bæj­ar, verk­efn­um sveit­ar­fé­lags­ins og for­send­um fjár­hags­áætl­un­ar­inn­ar. Þá verða spurn­ing­ar úr sal og loks verð­ur fund­ar­mönn­um skipt í hópa þar sem lagð­ar verða fram tvær spurn­ing­ar: Hvar má spara og hvar má ekki spara?

    Á mos.is verð­ur einn­ig hægt að senda inn hug­mynd­ir um hag­ræð­ingu. Nán­ari upp­lýs­ing­ar á www.mos.is/ibu­a­fund­ur

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00