Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
27. febrúar 2015

    Í leik­skól­an­um Hlíð er mik­il áhersla lögð á um­ferð­ar­fræðslu. Þeg­ar far­ið er í göngu­ferð­ir er mik­il­vægt að all­ir fari eft­ir um­ferð­ar­regl­un­um. Lög­regl­an kem­ur ár­lega í heim­sókn og fræð­ir elstu börn­in um um­ferð­ar­regl­urn­ar. Þess vegna eru mörg barn­anna vel að sér í því sem má og ekki má! Þau eru líka flest með­vit­uð um mik­il­vægi ör­ygg­is­bún­að­ar.

    Í leik­skól­an­um Hlíð er mik­il áhersla lögð á um­ferð­ar­fræðslu. Þeg­ar far­ið er í göngu­ferð­ir er mik­il­vægt að all­ir fari eft­ir um­ferð­ar­regl­un­um. Lög­regl­an kem­ur ár­lega í heim­sókn og fræð­ir elstu börn­in um um­ferð­ar­regl­urn­ar. Þess vegna eru mörg barn­anna vel að sér í því sem má og ekki má! Þau eru líka flest með­vit­uð um mik­il­vægi ör­ygg­is­bún­að­ar.

    Því mið­ur koma reglu­lega til­kynn­ing­ar inn til leik­skól­ans frá for­eldr­um að börn séu ekki spennt í bíl­um, að börn séu skilin eft­ir ein í bíl sem er hafð­ur í gangi á bíla­stæði leik­skól­ans. Jafn­vel að börn hlaupi yfir bíla­stæði leik­skól­ans þeg­ar þau eru að koma eða fara í stað þess að ganga á gang­stétt­inni. Reglu­lega hef­ur því ver­ið sett á heima­síðu leik­skól­ans, send bréf heim til for­eldra og rætt við börn­in í leik­skól­an­um um mik­il­vægi þess að hafa rétt­an ör­ygg­is­bún­að í bíl­um og að far­ið sé eft­ir um­ferð­ar­regl­um.

    Elstu börn­in í leik­skól­an­um létu ekki sitt eft­ir liggja í haust og tóku sig til og settu upp mynda­sýn­ingu í tengi­bygg­ingu leik­skól­ans þar sem kom skýrt í ljós að all­ir eigi að vera spennt­ir og bíl­ar eiga ekki að vera í gangi á bíla­stæði leik­skól­ans, enda finna þau út­blást­urslykt­ina leggja inn um hurð­ir og glugga. Þau bentu einn­ig á með réttu að ávallt skal loka hlið­inu við leik­skól­ann sem geng­ið er inn um. Því eru all­ir hvatt­ir til að vera með­vit­að­ir um og huga að ör­yggi barn­anna okk­ar.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00