Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. apríl 2022

    Sam­starfs­verk­efni Hús­næð­is og Mann­virkja­stofn­un­ar (HMS), ASÍ og Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (SHS).

    Í októ­ber sl. var sam­starfs­verk­efni Hús­næð­is og Mann­virkja­stofn­un­ar (HMS), ASÍ og Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (SHS) ”Ör­ugg bú­seta fyr­ir alla” ýtt úr vör, en mark­mið­ið var að kort­leggja bú­setu í at­vinnu­hús­næði. Verk­efn­ið hófst með kort­lagn­ingu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem nú er lok­ið og eru ít­ar­leg­ar nið­ur­stöð­ur að finna í skýrslu sem unn­in var í kjöl­far­ið.

    Á blaða­manna­fundi sem hald­inn var í Skóg­ar­hlíð­inni í síð­ustu viku fóru Jón Við­ar Matth­ías­son, slökkvi­liðs­stjóri SHS, Regína Valdi­mars­dótt­ir, teym­is­stjóri hjá HMS, Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ og Dag­ur B. Eggerts­son, formað­ur stjórn­ar SHS yfir helstu nið­ur­stöð­ur.

    Auk þess að kort­leggja fjölda íbúa í at­vinnu­hús­næði og ástand bruna­varna var sam­setn­ing íbú­anna einnig skoð­uð m.t.t. móð­ur­máls, stöðu á vinnu­mark­aði og annarra þátta. Nið­ur­stöð­ur sýna að bú­seta í at­vinnu­hús­næði hef­ur dreg­ist sam­an frá því að könn­un SHS var gerð árið 2017. Þá var tal­ið að á bil­inu 3.500 og 4.000 ein­stak­ling­ar byggju í at­vinnu­hús­næði en í dag er áætl­að að íbú­arn­ir séu 1.868 tals­ins þar af 19 börn. Flest­ar þess­ara íbúða eru á svæð­um sem eru í umbreyt­ing­ar­ferli. Hafa ber í huga að áhrifa­þætt­ir í sam­fé­lag­inu geta haft áhrif á fjölda þeirra sem búa í at­vinnu­hús­næði.

    Bruna­varn­ir eru á heild­ina lit­ið betri en gert var ráð fyr­ir en áætl­að er að um helm­ing­ur íbúa búi við ásætt­an­leg­ar bruna­varn­ir. Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins tel­ur þó þörf á að skoða fjórð­ung hús­næð­is­ins aft­ur á næst­unni til að yf­ir­fara bruna­varn­ir bet­ur. Tæp­lega 33% íbúa eru pólsku­mæl­andi þar næst koma Ís­lend­ing­ar, tæp 24%. Stór meiri­hluti, eða næst­um 85% íbúa, er á vinnu­mark­aði. Vís­bend­ing­ar eru um að Ís­lend­ing­ar eigi oft­ar at­vinnu­hús­næð­ið sem þeir búa í en fólk af er­lend­um upp­runa sé lík­legra til að leigja.