Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
29. október 2021

    Þann 27. októ­ber sl. fór af stað sam­starfs­verk­efni um kort­lagn­ingu á fjölda ein­stak­linga sem búa í at­vinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

    Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og stjórn­ar­formað­ur SHS, Halla Gunn­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri ASÍ og Anna Guð­munda Ingvars­dótt­ir að­stoð­ar­for­stjóri HMS, kynntu verk­efn­ið á blaða­manna­fundi.

    Í kjöl­far brun­ans við Bræðra­borg­ar­stíg í fyrra þar sem þrjú lét­ust var Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un (HMS) að beiðni fé­lags- og barna­mála­ráð­herra fal­ið að vinna að til­lög­um til úr­bóta á bruna­vörn­um í hús­næði þar sem fólk hef­ur bú­setu. Í því skyni stofn­aði HMS sam­ráðsvett­vang sem lagði fram þrett­án úr­bóta­til­lög­ur, þar á með­al að kort­leggja hversu marg­ir ein­stak­ling­ar búa í at­vinnu­hús­næði, ásamt því að safna upp­lýs­ing­um um ástand bruna­varna og fé­lags­leg­ar að­stæð­ur íbúa sem nú er ver­ið að setja í fram­kvæmd. Ákveð­ið var að hefja þessa vinnu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þróa að­ferð­ar­fræði sem mun nýt­ast á lands­byggð­inni.

    „Í þess­um áfanga er mark­mið­ið að ná utan um um­fang­ið og fjölda ein­stak­linga sem býr í at­vinnu­hús­næði. Í kjöl­far­ið á þeirri vinnu verð­ur svo skoð­að hvaða úr­bæt­ur þarf að ráð­ast í til að skapa ör­ugg­ari hús­næð­is­að­stæð­ur fyr­ir íbúa. Kort­lagn­ing­in skap­ar grund­völl fyr­ir stjórn­völd til að ráð­ast í nauð­syn­leg­ar úr­bæt­ur og koma í veg fyr­ir hörmu­lega at­burði eins og áttu sér stað á Bræðra­borg­ar­stíg“ seg­ir Jón Við­ar Matth­íasson, slökkvi­liðs­stjóri Slökkvi­liðs höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins.

    Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins var fal­ið að leiða verk­efn­ið í nánu sam­starfi við HMS, Al­þýðu­sam­band Ís­lands og sveit­ar­fé­lög­in á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Áætlað er að kort­lagn­ing­in muni taka um þrjá mán­uði. Í því felst að hóp­ur eft­ir­lits­full­trúa heim­sæk­ir at­vinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og ræð­ir við ein­stak­linga sem þar eru bú­sett­ir um ástand bruna­varna og fé­lags­leg­ar að­stæð­ur þeirra. Upp­lýs­ing­ar verða óper­sónu­grein­an­leg­ar.

    Vef­síð­an homes­a­fety.is hef­ur ver­ið sett í loft­ið sem hluti af kynn­ing­ar­efni þessa verk­efn­is og þar er hægt að nálg­ast upp­lýs­ing­ar á sex tungu­mál­um.

    Nán­ari upp­lýs­ing­ar og við­töl um verk­efn­ið veita:

    • Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri og stjórn­ar­formað­ur SHS
    • Regína Valdi­mars­dótt­ir, teym­is­stjóri bruna­varna hjá HMS s: 694-3696
    • Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ s: 695-1757
    • Jón Við­ar Matth­íasson, slökkvi­liðs­stjóri, s: 894-5421
    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00