Föstudaginn 6. maí kl. 16 – 18 verður opnuð sýning nemenda í 9. og 10. bekk Varmár- og Lágafellsskóla í Listasal Mosfellsbæjar.
Föstudaginn 6. maí kl. 16 – 18 verður opnuð sýning nemenda í 9. og 10. bekk Varmár- og Lágafellsskóla í Listasal Mosfellsbæjar.
Verkefnið er samstarf listgreinakennara á unglingastigi í Varmárskóla og Lágafellsskóla. Nemendur í myndmennt, textíl og matreiðslu unnu verk sín út frá framtíðarsýn þeirra á líf unglinga í Mosfellsbæ árið 2050. Eftir miklar umræður þar sem veraldarvefurinn var nýttur til að skoða framtíðarspár í hönnun og lífsstíl varð framtíðar fatnaður, matur, híbýli, náttúra og samfélagið nemendunum afar huglægt. Ólík nálgun þeirra við viðfangsefnið skapar afar fjölbreytt verk sem fær fólk til að hugsa um sína eigin framtíð og afkomenda.
Þetta er í þriðja sinn sem nemendur úr grunnskólum bæjarins sýna í Listasal Mosfellsbæjar.
Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafns Mosfellsbæjar
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis