VIÐMIÐ
Föstudaginn 1. apríl kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistarmannsins Auðar Vésteinsdóttur, VIÐMIÐ, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru ný collageverk. Með land- og sjókortum sem leiðarstef að myndefni verkanna lýsir Auður margbreytilegum formum sem hverfult veðurfar varpar á land og sjó.
Föstudaginn 1. apríl kl. 16 – 18 verður opnuð sýning myndlistarmannsins Auðar Vésteinsdóttur, VIÐMIÐ, í Listasal Mosfellsbæjar. Á sýningunni eru ný collageverk. Með land- og sjókortum sem leiðarstef að myndefni verkanna lýsir Auður margbreytilegum formum sem hverfult veðurfar varpar á land og sjó.
Auður lauk námi frá textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og kennsluréttindum frá Kennaraháskóla Íslands. Auður hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér heima og erlendis.
Sýningin er opin virka daga kl. 12 – 18 og laugardaga 12 – 15
Allir velkomnir – aðgangur ókeypis