Samkvæmt lýðræðisstefnu Mosfellsbæjar leitast fagnefndir bæjarins við að halda opna nefndarfundi árlega.
Fundirnir eru opnir almenningi og markmiðið er að gera nefndarstörfin sýnileg og koma málefnum þeirra á framfæri. Þá eru sett mál á dagskrá sem nefndirnar hafa almennt til umfjöllunar og þau sett fram með upplýsandi og áhugaverðum hætti.
Þróunar- og ferðamálanefnd verður með opinn fund á Kaffihúsinu Álafossi mánudaginn 18. apríl næstkomandi. Ferðaþjónar og áhugafólk um ferðaþjónustu í sveitarfélaginu er hvatt til að mæta.
Umhverfisnefnd verður með opinn fund í Listasal Mosfellsbæjar fimmtudaginn 28. apríl. Yfirskrift fundarins er útivist og heilsuefling.