Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
7. apríl 2016

    Sam­kvæmt lýð­ræð­is­stefnu Mos­fells­bæj­ar leit­ast fag­nefnd­ir bæj­ar­ins við að halda opna nefnd­ar­fundi ár­lega.

    Fund­irn­ir eru opn­ir al­menn­ingi og mark­mið­ið er að gera nefnd­ar­störfin sýni­leg og koma mál­efn­um þeirra á fram­færi. Þá eru sett mál á dagskrá sem nefnd­irn­ar hafa al­mennt til um­fjöll­un­ar og þau sett fram með upp­lýs­andi og áhuga­verð­um hætti.

    Þró­un­ar- og ferða­mála­nefnd verð­ur með op­inn fund á Kaffi­hús­inu Ála­fossi mánu­dag­inn 18. apríl næst­kom­andi. Ferða­þjón­ar og áhuga­fólk um ferða­þjón­ustu í sveit­ar­fé­lag­inu er hvatt til að mæta.

    Um­hverf­is­nefnd verð­ur með op­inn fund í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar fimmtu­dag­inn 28. apríl. Yf­ir­skrift fund­ar­ins er úti­vist og heilsu­efl­ing.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00