Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. mars 2017

    Tek­ið verð­ur á móti skrán­ing­um í Vinnu­skól­ann frá 23. mars – 7. apríl í gegn­um íbúagátt Mos­fells­bæj­ar.

    Tek­ið verð­ur á móti skrán­ing­um í Vinnu­skól­ann frá 23. mars – 7. apríl í gegn­um Íbúagátt Mos­fells­bæj­ar. Þau sem sækja um fyr­ir þann tíma geta treyst því að fá vinnu í sum­ar en ekki er víst að hægt sé að verða við öll­um beiðn­um um vinnu­tíma­bil.

    Starf­semi Vinnu­skólanns hefst 8. júní og stend­ur yfir til 16. ág­úst. Vinnu­skól­in verð­ur lok­að­ur frá 26. júlí til og með 3. ág­úst.

    All­ir um­sækj­end­ur fá tölvu­póst með upp­lýs­ing­um um vinnu­tíma og laun fyr­ir 12. maí.

    Þeir sem sóttu um en hafa ekki feng­ið póst á þeim tíma vin­sam­leg­ast haf­ið sam­band við Ból­ið, s: 566-6058 og net­fang: bolid[hja]mos.is.