Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
24. október 2018

  Mið­viku­dag­inn 31. októ­ber er kom­ið að fyrsta opna húsi vetr­ar­ins. Að þessu sinni verð­ur fyr­ir­lest­ur­inn hald­inn í Lága­fells­skóla og hefst kl. 20:00.

  Mið­viku­dag­inn 31. októ­ber er kom­ið að fyrsta opna húsi vetr­ar­ins. Að þessu sinni verð­ur fyr­ir­lest­ur­inn hald­inn í Lága­fells­skóla og hefst kl. 20:00.

  Á opn­um hús­um er lögð áhersla á hag­nýt ráð varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga. Ráð sem for­eldr­ar, systkin, amma og afi, þjálf­ar­ar, kenn­ar­ar og all­ir þeir sem koma að upp­vexti barna og ung­linga geta nýtt sér.

  Í þess­um fyr­ir­lestri verð­ur lögð áhersla á fræðslu um kosti úti­veru og kynnt­ar að­ferð­ir sem veita fjöl­skyld­um auk­inn inn­blást­ur og hug­mynd­ir að úti­vist. Þar á með­al er far­ið í gegn­um hvern­ig fagna má ein­fald­leik­an­um í úti­lífi fjöl­skyld­unn­ar og hvern­ig taka má fyrstu skref­in í að fjölga úti­stund­um í dag­legu lífi og heil­brigði fjöl­skyld­unn­ar.

  Úti­stund­ir geta auð­veldað og létt und­ir álags­tíma fjöl­skyld­unn­ar.

  Oft vant­ar fjöl­skyld­um auk­inn inn­blást­ur og þá er gott að hafa nokkr­ar hug­mynd­ir til að kom­ast yfir þrösk­uld­inn heima hjá sér, sem get­ur reynst vera erf­ið­asta skref­ið.

  Fyr­ir­les­ar­arn­ir eru Anna Lind Björns­dótt­ir og Pálína Ósk Hraun­dal sem hafa til­einkað sér aukn­ar úti­stund­ir fyr­ir sín­ar fjöl­skyld­ur í hvers­dags­leik­an­um.

  Anna Lind er með meist­ara­gráðu í nátt­úru­tengdri ferða­þjón­ustu. Hún hef­ur tek­ið þátt í að auka úti­vist barna í gegn­um fé­lags­st­arf, hef­ur mar­gra ára reynslu af úti­vist og hef­ur mik­inn áhuga á úti­kennslu og úti­lífi fjöl­skyld­unn­ar. Með sín­um brenn­andi áhuga kveik­ir hún eld­móð í brjósti sam­ferða­fólks.

  Pálína Ósk er ann­ar höf­und­ur Úti­lífs­bók­ar fjöl­skyld­unn­ar. Hún hef­ur mar­gra ára reynslu í bæði kennslu og leið­sögn þar sem hún hef­ur notað ólík­ar að­ferð­ir til þess að styrkja já­kvæða upp­lif­un ut­an­dyra fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Með fjöl­breytt­ar hug­mynd­ir í poka­horn­inu deil­ir hún með okk­ur nýrri nálg­un­um og að­ferð­um til úti­vist­ar.

  Opnu hús­in eru fjög­ur hjá Fræðslu- og frí­stunda­sviði og eru hald­in síð­asta mið­viku­dag í mán­uði yfir vet­ur­inn frá klukk­an 20-21. Stað­setn­ing aug­lýst hverju sinni.

  Að­gang­ur er ókeyp­is og öll­um op­inn.

  – Fræðslu- og frí­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán. – fim. 8:00-16:00
  fös. 8:00-14:00