Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells. Opið hús um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells verður í fundarsalnum Helgafelli á 2. hæð í Kjarna, Þverholti 2, þriðjudaginn 31. október nk, kl. 17 – 18.
Aðalskipulagsbreyting – svæði fyrir vatnsgeymi í austurhlíðum Úlfarsfells.
Opið hús um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir svæði fyrir vatnsgeymi í austurhíðum Úlfarsfells
Kynnt verður tillaga að breytingu á aðalskipulagi. Breytingin felst í því að landnotkun á reit (415-OS) þar sem nú er svæði opið svæði til sérstakra nota, skógrækt breytist í iðnaðarlóð (419-I) þar sem gert er ráð fyrir vatnsgeymi. Markmiðið með breytingunni er að styrkja vatnsmiðlunarkerfið í Mosfellsbæ, einkum í Mýrum og Krikum og stuðla þannig að bættu rekstraröryggi vatnsveitunnar.
Um er að ræða forkynningu skv. 30. gr. skipulagslaga, þar sem segir m.a. að áður en tillögur að aðalskipulagsbreytingu eru teknar til afgreiðslu í sveitarstjórn, skuli þær kynntar íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum á almennum fundi eða á annan fullnægjandi hátt.
Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta.