Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
20. mars 2019

    Mið­viku­dag­inn 27. mars er kom­ið að fjórða og síð­asta opna húsi vetr­ar­ins hjá Fræðslu­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, hald­ið í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni mun Anna Stein­sen fjalla um hvern­ig við ýtum und­ir sjálfs­traust og vellíð­an­barna okk­ar.

    Mið­viku­dag­inn 27. mars er kom­ið að fjórða og síð­asta opna húsi vetr­ar­ins hjá Fræðslu­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar, hald­ið í Fram­halds­skóla Mos­fells­bæj­ar og hefst kl. 20:00. Að þessu sinni mun Anna Stein­sen fjalla um hvern­ig við ýtum und­ir sjálfs­traust og vellíð­an barna okk­ar. Börn eru eins misjöfn og þau eru mörg og ekki eitt­hvað eitt sem virk­ar fyr­ir alla þeg­ar kem­ur að því að styrkja sjálfs­mynd­inni. Á þess­um skemmti­lega fyr­ir­lestri fjall­ar Anna um góð­ar leið­ir í því að ýta und­ir sjálfs­traust og vellíð­an.

    Anna er með BA gráðu í tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræði. Síð­ast­lið­in 16 ár hef­ur Anna sér­hæft sig í þjálf­un á nám­skeið­um fyr­ir ungt fólk. Anna er ein af eig­end­um KVAN og starf­ar sem fyr­ir­les­ari, þjálf­ari á nám­skeið­um, stjórn­enda­mark­þjálfi, heilsu- mark­þjálfi og jóga­kenn­ari.

    Á opn­um hús­um er lögð áhersla á hag­nýt ráð varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga. Ráð sem for­eldr­ar, systkin, amma og afi, þjálf­ar­ar, kenn­ar­ar og all­ir þeir sem koma að upp­vexti barna og ung­linga geta nýtt sér.

    Opnu hús­in hjá Fræðslu- og frí­stunda­sviði eru hald­in síð­asta mið­viku­dag í mán­uði fjór­um sinn­um yfir vet­ur­inn frá kl. 20:00–21:00.

    Stað­setn­ing aug­lýst hverju sinni.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00