Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. nóvember 2014

    Mið­viku­dag­inn 26. nóv­em­ber, kl. 20.00 er kom­ið að öðru opna hús vetr­ar­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar. Að þessu sinni mun Dr. Anna Sig­ríð­ur Ólafs­dótt­ir fjalla um matvendni og hvað er til ráða?. Rætt verð­ur um um mat­ar­venj­ur og áhrif þeirra á hegð­un, heilsu og líð­an.

    Mið­viku­dag­inn 26. nóv­em­ber, kl. 20.00 er kom­ið að öðru opna hús vetr­ar­ins hjá Skóla­skrif­stofu Mos­fells­bæj­ar. Eins og áður hef­ur kom­ið fram verð­ur í vet­ur lögð áhersla á hag­nýt ráð til for­eldra og ann­arra varð­andi upp­eldi og sam­skipti við börn og ung­linga.

    Að þessu sinni mun Dr. Anna Sig­ríð­ur Ólafs­dótt­ir,dós­ent í nær­ing­ar­fræði og náms­braut­ar­stjóri fram­halds­náms í íþrótta- og heilsu­fræði við Menntavís­inda­svið Há­skóla opið húsÍs­lands, fjalla um Matvendni og hvað er til ráða? Rætt verð­ur um um mat­ar­venj­ur og áhrif þeirra á hegð­un, heilsu og líð­an. Rætt verð­ur um heilsu­sam­legt fæðu­val fyr­ir fjöl­skyld­ur með áherslu á þroska­ferli og mat­arsmekk­inn og matvendni á mis­mun­andi ald­urs­skeið­um. Far­ið verð­ur yfir hvern­ig má reyna að upp­fylla þarf­ir og vænt­ing­ar allra fjöl­skyldu­með­lima á upp­byggi­leg­an og já­kvæð­an hátt.

    Opnu hús­in hjá Skóla­skrif­stofu eru alltaf hald­in síð­asta mið­viku­dag í mán­uði yfir vet­ur­inn í Lista­sal Mos­fells­bæj­ar, Þver­holti 2, frá klukk­an 20 – 21. At­hug­ið að geng­ið er inn aust­an meg­in (Há­holts­meg­in).

    Að­gang­ur er ókeyp­is og öll­um op­inn.

    Næstu Opin hús:
    28.01.2015  Kerru og keyrða kyn­slóð­in  
    25.02.2015  Kropp­ur­inn er krafta­verk 
    25.03.2015  Mátt­ur tengsl­anna

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00