Opið hús Feimni hlédrægni eða félagsfælniÍ kvöld, miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20.00 er komið að öðru opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Að þessu sinni munu Hrund Þrándardóttir og Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingar á Stofunni, sálfræðiþjónustu, fjalla um feimni, hlédrægni og félagsfælni.
Opið hús Feimni hlédrægni eða félagsfælniÍ kvöld, miðvikudaginn 27. nóvember, kl. 20.00 er komið að öðru opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Eins og áður hefur komið fram verður í vetur lögð áhersla á hagnýt ráð til foreldra og annarra varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Að þessu sinni munu Hrund Þrándardóttir og Margrét Birna Þórarinsdóttir sálfræðingar á Stofunni, sálfræðiþjónustu, fjalla um feimni, hlédrægni og félagsfælni. Rætt verður um hvað einkennir feimna og/eða hlédrægna einstaklinga og hvað félagsfælni er. Hvernig þessi einkenni geta birst á ólíkan hátt eftir aldri og aðstæðum. Áhersla verður lögð á hvernig foreldrar/aðstandendur geta stutt við börn og unglinga. Opnu húsin hjá Skólaskrifstofu eru alltaf haldin síðasta miðvikudag í mánuði yfir veturinn í Listasal Mosfellsbæjar, Þverholti 2, frá klukkan 20 – 21. Athugið að gengið er inn austan megin (Háholtsmegin). Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Næstu Opin hús:
29. janúar 2014 Kvíðnir og hvekktir krakkar
26. febrúar 2014 Börn með umframorku
26. mars 2014 Sjálfsmynd barna
Foreldrar/forráðamenn, starfsmenn leik- og grunnskóla, frístundaleiðbeindur, þjálfarar, ömmur, afar og aðrir bæjarbúar, tökum þessi kvöld frá, hittumst og eigum samræður um málefni er varða börn og unglinga í Mosfellsbæ.
Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar