TÍMABUNDIÐ STARF VERKEFNASTJÓRA ER LAUST TIL UMSÓKNAR.Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
TÍMABUNDIÐ STARF VERKEFNASTJÓRA ER LAUST TIL UMSÓKNAR.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Mosfellsbær óskar eftir að ráða verkefnastjóra hjá embætti byggingafulltrúa á umhverfissviði. Verkefnastjóri starfar undir stjórn byggingarfulltrúa og annast almennt byggingareftirlit og úttektir, skráningu fasteigna sem og yfirferð umsókna. Þá veitir hann íbúum ráðgjöf í byggingartengdum málefnum og um landupplýsingakerfi. Um tímabundið starf til 5 mánaða er að ræða. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Verkefnastjóri skal hafa háskólamenntun í byggingarfræðum, byggingatækni-eða verkfræði og hafa reynslu á sviði hönnunar- og mannvirkjagerðar.
- Umsjón og afgreiðsluferli byggingamála krefst mikillar nákvæmni, reynslu og þekkingar á laga- og reglugerðarumhverfi ásamt tengdum stöðlum.
- Verkefnastjóri hjá embætti byggingafulltrúa þarf að búa yfir reynslu af verkefnastjórnun hafa góða samskiptahæfileika og hæfni til að tjá sig í töluðu og rituðu máli.
- Góð tölvukunnátta er grundvallaratriði og þekking á forritum eftir því sem við á.
Umsóknarfrestur er til 10. apríl 2016
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos[hjá]mos.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs í síma 525 6700. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.