Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. febrúar 2019

    Okk­ar Mosó er sam­ráðs­verk­efni íbúa og bæj­ar­ins um for­gangs­röðun og út­hlut­un fjár­magns til smærri ný­fram­kvæmda og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ.

    Á fundi bæjarráðs þann 14. febrú­ar var sam­þykkt að hefja vinnu við verk­efn­ið Okk­ar Mosó 2019.

    Verk­efn­ið er samráðs­verk­efni íbúa og Mos­fells­bæj­ar um for­gangs­röð­un og út­hlut­un fjár­magns til nýfram­kvæmda- og við­halds­verk­efna í Mos­fells­bæ.

    Okk­ar Mosó 2019 er lið­ur í að efla að­komu bæj­ar­búa að stefnu­mót­un og ákvarð­anatöku um mál­efni bæj­ar­ins en að­r­ir lið­ir hafa fal­ist í opn­um fund­um nefnda og könn­un­um á við­horfi íbúa.

    Þá má gera ráð fyr­ir því að hin nýja lýð­ræð­is- og mann­rétt­inda­nefnd Mos­fells­bæj­ar taki þátt í að þróa áfram við­fangs­efni á sviði íbúa­lýð­ræð­is og þeg­ar við á um­bæt­ur á sviði lýð­ræð­is­mála í bæn­um til sam­ræm­is við áhersl­ur í lýð­ræð­is­stefnu hvers tíma.

    Í Okk­ar Mosó 2019 verð­ur mið­að við að þær nýfram­kvæmd­ir og við­halds­verk­efni sem hljóta braut­ar­gengi á með­al íbúa eigi sér stað bæði á ár­inu 2019 og 2020 og að til þeirra verði var­ið 35 millj­ón­um króna.

    Verk­efn­ið skipt­ist í fjóra áfanga, þ.e. hug­mynda­söfn­un, um­ræðu um hug­mynd­ir og úrvinnslu þeirra, kosn­ing­ar og loks fram­kvæmd.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00