Við eldri deild Varmárskóla er búið að opna nýtt tjaldstæði fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ. Á svæðinu er ágæt aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Hægt er að komast í rafmagn og þar er vaskur og skjólaðstaða til að vaska upp, salernisaðstaða, bekkir þar sem ferðamenn
Við eldri deild Varmárskóla er búið að opna nýtt tjaldstæði fyrir ferðamenn í Mosfellsbæ. Á svæðinu er ágæt aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla. Hægt er að komast í rafmagn og á svæðinu er vaskur og skjólaðstaða til að vaska upp, salernisaðstaða, bekkir þar sem ferðamenn geta notið fagurs útsýnis af svæðinu sem stendur frekar hátt. Upplýsingaskilti er á staðnum en nánari upplýsingar má nálgast Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þar sem svæðið er nýtt og til kynningar í sumar er gisting ókeypis en greiða þarf fyrir rafmagn.