Tillögur að breyttu stjórnskipulagi Mosfellsbæjar voru lagðar fyrir og samþykktar í bæjarráði í síðustu viku og staðfestar á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær. Capacent ráðgjöf hefur unnið með stjórnendum Mosfellsbæjar undanfarnar vikur að skoðun á stjórnskipulagi bæjarins í kjölfar úrbótavinnu á starfsemi fjölskyldusviðs og umhverfissviðs.
Tillögur að breyttu stjórnskipulagi Mosfellsbæjar voru lagðar fyrir og samþykktar í bæjarráði í síðustu viku og staðfestar á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar í gær. Capacent ráðgjöf hefur unnið með stjórnendum Mosfellsbæjar undanfarnar vikur að skoðun á stjórnskipulagi bæjarins í kjölfar úrbótavinnu á starfsemi fjölskyldusviðs og umhverfissviðs.
Efling á miðlægri þjónustu
Breytingarnar felast í grófum dráttum í að innleiða að fullu fléttuskipulag þar sem eru þrjú fagsvið og þrjár stoðdeildir. Fagsviðin nefnast: fræðslusvið, fjölskyldusvið og umhverfissvið. Stoðdeildirnar nefnast þjónustu- og samskiptadeild, mannauðsdeild og fjármáladeild. Stjórnsýslusvið og menningarsvið eru því lögð niður sem fagsvið og verkefni þeirra flutt á aðrar deildir. Þessar breytingar eru gerðar samhliða breytingum á innra skipulagi fjölskyldusviðs og umhverfissviðs.
Lögð er áhersla á að staðsetning og formleg staða deilda miðlægrar stjórnsýslu Mosfellsbæjar verði efld frá því sem nú er. Með því er leitast við að skapa vettvang sem getur tekið við og þróað hratt tillögur að úrbótum eða breytingum sem eru til þess fallnar að auka gæði og skilvirkni stjórnsýslunnar, flýta afgreiðslu, tryggja úrbætur á sviði lögfræðilegrar ráðgjafar og jafna álag milli fagsviða. Þá skiptir máli við nútímalega og kvika stjórnsýslu að boðleiðir, einkum á sviði stoðþjónustu, séu stuttar og einfaldar.
Hér er hægt að skoða tillögurnar sem taka gildi frá og með deginum í dag en munu hafa verið innleiddar að fullu 1.febrúar 2015.