Þann 6. apríl var vígður nýr hreinsibúnaður í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum.
Bætt lífsgæði í sundlaugunum
Þann 6. apríl var vígður nýr hreinsibúnaður í Lágafellslaug í Mosfellsbæ. Búnaðurinn framleiðir klór úr matarsalti þar sem rafstraumur er notaður til að kljúfa saltið í frumefni sín. Þegar þau efni blandast vatninu myndast efni sem hentar vel til sótthreinsunar í sundlaugum.
Mosfellsbær er eitt af fyrstu sveitarfélögum landsins til að taka í notkun slíkan búnað en áhersla er lögð á að minnka notkun hættulegra efna sem skaðað geta lífríkið.
Vistvæn framþróun í Mosfellsbæ
Fyrir sundlaugargesti þýðir þetta að klórlyktin minnkar talsvert. Sviði í augum og húðerting minnkar og efnin fara betur með sundfatnað. Tæknibúnaðurinn mun leysa núverandi klór af hólmi og hafa í för með sér bætt lífsgæði sundlaugargesta og verða betra fyrir m.a. augu, húð og öndunarfæri.
Þess má geta að á árinu 2015 voru notuð tæp 40 tonn af klór í sundlaugar bæjarins. Nú verður breyting þar á. Í Varmárlaug verður álíka búnaður tekinn í notkun í byrjun sumars.