Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
4. maí 2017

    Þann 6. apríl var vígð­ur nýr hreinsi­bún­að­ur í Lága­fells­laug í Mos­fells­bæ. Bún­að­ur­inn fram­leið­ir klór úr mat­ar­salti þar sem raf­straum­ur er not­að­ur til að kljúfa salt­ið í frum­efni sín. Þeg­ar þau efni blandast vatn­inu myndast efni sem hent­ar vel til sótt­hreins­un­ar í sund­laug­um.

    Bætt lífs­gæði í sund­laug­un­um

    Þann 6. apríl var vígð­ur nýr hreinsi­bún­að­ur í Lága­fells­laug í Mos­fells­bæ. Bún­að­ur­inn fram­leið­ir klór úr mat­ar­salti þar sem raf­straum­ur er not­að­ur til að kljúfa salt­ið í frum­efni sín. Þeg­ar þau efni blandast vatn­inu myndast efni sem hent­ar vel til sótt­hreins­un­ar í sund­laug­um.

    Mos­fells­bær er eitt af fyrstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins til að taka í notk­un slík­an bún­að en áhersla er lögð á að minnka notk­un hættu­legra efna sem skað­að geta líf­rík­ið. 

    Vist­væn fram­þró­un í Mos­fells­bæ

    Fyr­ir sund­laug­ar­gesti þýð­ir þetta að klór­lykt­in minnk­ar tals­vert. Sviði í aug­um og húð­ert­ing minnk­ar og efn­in fara bet­ur með sund­fatn­að. Tækni­bún­að­ur­inn mun leysa nú­ver­andi klór af hólmi og hafa í för með sér bætt lífs­gæði sund­laug­ar­gesta og verða betra fyr­ir m.a. augu, húð og önd­un­ar­færi.

    Þess má geta að á ár­inu 2015 voru not­uð tæp 40 tonn af klór í sund­laug­ar bæj­ar­ins. Nú verð­ur breyt­ing þar á. Í Varmár­laug verð­ur álíka bún­að­ur tek­inn í notk­un í byrj­un sum­ars.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00