Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
10. nóvember 2015

  Nú hafa tek­ið gildi nýj­ar regl­ur um hænsna­hald í þétt­býli í Mos­fells­bæ, Sam­þykkt um hænsna­hald í Mos­fells­bæ, utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða. Þar kem­ur fram að leyf­is­hafa er heim­ilt að halda allt að 6 hæn­ur í þétt­býli, en að ekki fá­ist leyfi til að halda hana (þ.e. karldýr). Leyf­ið er veitt til 5 ára í senn, og þar eru gerð­ar kröf­ur um að­bún­að og tek­ið sé til­lit til ná­granna varð­andi stað­setn­ingu og um­hirðu hænsn­anna.

  Nú hafa tek­ið gildi nýj­ar regl­ur um hænsna­hald í þétt­býli í Mos­fells­bæ, Sam­þykkt um hænsna­hald í Mos­fells­bæ, utan skipu­lagðra land­bún­að­ar­svæða.
  Þar kem­ur fram að leyf­is­hafa er heim­ilt að halda allt að 6 hæn­ur í þétt­býli, en að ekki fá­ist leyfi til að halda hana (þ.e. karldýr). 

  Leyf­ið er veitt til 5 ára í senn, og þar eru gerð­ar kröf­ur um að­bún­að og tek­ið sé til­lit til ná­granna varð­andi stað­setn­ingu og um­hirðu hænsn­anna.

  Áður voru eng­ar sér­tæk­ar regl­ur þar sem lit­ið var á hænsna­hald í tóm­stunda­skyni held­ur að­eins regl­ur um búfjár­hald í Mos­fells­bæ sem gild­ir um rækt­un ali­fugla í land­bún­aði.
  Í kjöl­far ít­rek­aðra fyr­ir­spurna og um­sókna um leyfi til að halda hæn­ur í þétt­býli var því ákveð­ið að semja sér­tæk­ar regl­ur um hænsna­hald í þétt­býli, að frum­kvæði um­hverf­is­nefnd­ar og heil­brigð­is­nefnd­ar. 

  Regl­urn­ar má finna á vef bæj­ar­ins (und­ir Regl­ur og sam­þykkt­ir) og hægt er að sækja um leyfi til hænsna­halds á ra­f­rænu um­sókn­areyðu­blaði (und­ir Um­sókn­ir og eyðu­blöð).

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00