Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
25. júlí 2019

    Heilsu­gæsla Mos­fellsum­dæm­is og Sunnu­bær ehf. hafa skrif­að und­ir samn­ing um nýja heilsu­gæslu­stöð í Mos­fells­bæ. Hún mun rísa í Sunnukrika neðst í Krika­hverfi og munu fram­kvæmd­ir hefjast á næstu dög­um.

    Heilsu­gæsla Mos­fellsum­dæm­is og Sunnu­bær ehf. hafa skrif­að und­ir samn­ing um nýja heilsu­gæslu­stöð í Mos­fells­bæ. Hún mun rísa í Sunnukrika neðst í Krika­hverfi og munu fram­kvæmd­ir hefjast á næstu dög­um. Gert er ráð fyr­ir að hús­næð­ið verði til­bú­ið í lok árs­ins 2020. Þar verð­ur einn­ig gert ráð fyr­ir apó­teki og ann­arri heilsu­tengdri starf­semi.

    „Það eru bjart­ari dag­ar í vænd­um með betri mönn­un og betra að­gengi að þjón­ustu,“ seg­ir Svan­hild­ur Þengils­dótt­ir svæð­is­stjóri Heilsu­gæslu Mos­fellsum­dæm­is.

    Hús­næð­ið í Kjarna löngu sprung­ið

    Heilsu­gæsl­an hef­ur ver­ið starf­rækt í Kjarn­an­um í um 20 ár, frá því íbúa­fjöldi var um 5.000, þar til nú þeg­ar bæj­ar­bú­ar eru að verða 12.000 tals­ins. Það er því ljóst að hús­næð­ið sem nú þjón­ar um­dæm­inu er löngu sprung­ið.

    „Það er ekki hægt að líkja sam­an að­stöð­unni núna og þeirri sem verð­ur á nýja staðn­um. Stöðin verð­ur öll nú­tíma­legri og allt önn­ur vinnu­að­staða fyr­ir starfs­fólk og að­koma fyr­ir skjól­stæð­inga. Þetta verð­ur flott­asta heilsu­gæsl­an á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og það er mik­il til­hlökk­un í okk­ar her­búð­um,“ seg­ir Svan­hild­ur.

    Gert er ráð fyr­ir að lág­marki 10 lækn­um og von­ast er til þess að stöðin verði eft­ir­sótt­ur vinnu­stað­ur og sveit­ar­fé­lag­inu til sóma. „Við vilj­um auð­vitað geta sinnt öll­um íbú­um sveit­ar­fé­lags­ins,“ seg­ir Svan­hild­ur en á nýju stöð­inni verð­ur gert ráð fyr­ir að hægt verði að sinna 12−15 þús­und manns.

    Erf­ið­lega hef­ur geng­ið að sinna íbú­um

    Í til­kynn­ingu frá Heilsu­gæsl­unni á dög­un­um var beðist vel­virð­ing­ar á því hve erf­ið­lega hef­ur geng­ið að sinna íbú­um. Óvænt veik­indi starfs­manna og breyt­ing­ar á mönn­un hafa vald­ið lækna­skorti.

    „Und­an­farn­ir mán­uð­ir hafi ver­ið erf­ið­ir hjá okk­ur og við höf­um því mið­ur ekki getað sinnt öllu því fólki sem leit­ar til okk­ar. Við höf­um ver­ið að glíma við heim­il­is­lækna­skort. Orð­ræð­an sem fór af stað m.a. á sam­fé­lags­miðl­um fannst mér bæj­ar­bú­um ekki til sóma. Ýms­um rang­færsl­um var hald­ið fram sem ekki voru svara­verð­ar. Þeir sem hér vinna hafa alltaf lagt sig 150% fram við að mæta öll­um þörf­um þeirra sem hing­að hafa leitað og þyk­ir okk­ur því um­ræð­an auð­vitað leið­in­leg og oft­ar en ekki ósann­gjörn. Stað­an í dag er orð­in betri og við höf­um feng­ið til okk­ar lækna til starfa, bæði nýja og frá öðr­um stöð­um.“

    Sjá fram á öfl­ugri Heilsu­gæslu Mos­fellsum­dæm­is

    Á heilsu­gæslu Mos­fellsum­dæm­is eru skráð­ir 10.000 manns. Svan­hild­ur seg­ist ekki hafa orð­ið vör við flótta af stöð­inni í Mos­fells­bæ en þjón­ust­an sé vissu­lega við­kvæm. „Við ger­um allt sem við get­um til að þjóna okk­ar fólki sem best og þyk­ir mið­ur að við höf­um ekki náð að gera eins vel og við hefð­um viljað.“

    Jafn­framt þakk­ar hún fyr­ir biðl­und og traust sem íbú­ar hafa sýnt heilsu­gæsl­unni og sér fram á öfl­ugri heilsu­gæslu.

    „Við höf­um ekki náð að halda uppi tveggja tíma síð­deg­is­vakt með tveim­ur lækn­um eins og áður og auð­vitað finn­ur fólk fyr­ir því og bregð­ur jafn­vel við að þurfa frá að hverfa. Við höf­um þá vísað á síð­deg­is­vakt í Grafar­vogi og morg­un- og síð­deg­is­mót­töku í Árbæ. Eft­ir kl. 17 er síð­an hægt að leita á Lækna­vakt­ina í Aust­ur­veri. Við stefn­um að því að end­ur­vekja tveggja tíma síð­deg­is­vakt hjá okk­ur enda vilj­um við hafa fólk­ið hjá okk­ur og ekki þurfa að vísa því í burtu. Í dag erum við af­skap­lega ánægð með að það sé að birta til og við höf­um eitt­hvað til að hlakka til.“

    Eins og fyrr seg­ir munu fram­kvæmd­ir hefjast á næstu dög­um. Formð­ur skipu­lags­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar, Ás­geir Sveins­son, seg­ir bæj­ar­yf­ir­völd leggja á það mikla áherslu að jarð­vinnu verði lok­ið áður en skólast­arf í Krika­skóla hefst í haust.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00