Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
1. október 2018

    Sam­hliða nor­rænu vina­bæj­ar­ráð­stefn­unni sem hald­in var í Mos­fells­bæ um síð­ust helgi var hald­in lista­vinnu­stofa að nafni „NArt – Nord­ic Art Works-hop“.

    Sam­hliða nor­rænu vina­bæj­ar­ráð­stefn­unni sem hald­in var í Mos­fells­bæ um síð­ust helgi var hald­in lista­vinnu­stofa að nafni „NArt – Nord­ic Art Works-hop“.

    Til­gang­ur NArt er að skapa vett­vang þar sem at­vinnu­lista­menn geta hist, kynnst, unn­ið sam­an, gert til­raun­ir og búið til list sam­an. Mark­mið­ið er að styrkja listræn tengsl nor­rænna lista­manna og von­andi að skapa tæki­færi til að vinna aft­ur sam­an í fram­tíð­inni.

    11 lista­menn frá Mos­fells­bæ, Skien, Uddevalla, Thisted og Loimaa unnu sam­an í tvo daga þar sem sköp­un­ar­kraft­ur­inn réð ríkj­um. Leik­ar­ar, tón­list­ar­menn, dans­ar­ar, hönn­uð­ir og mynd­list­ar­menn unnu sam­an þvert á list­grein­ar og út­kom­an varð gull­fal­legt mósaíklista­verk úr tónlist, leik og dansi. Auk þess var fram­hlið­in á Bæj­ar­leik­hús­inu máluð lista­verki.

    Þema vinnu­stof­unn­ar var ljós­ið og myrkr­ið og allt þar á milli. All­ir komu með op­inn hug og hjarta sem gerði það að verk­um að ork­an í hópn­um var ótrú­lega góð og all­ir náðu sam­an sam­stund­is. Áhersl­an var lögð á það sem sam­ein­ar okk­ur – frek­ar en það sem skil­ur okk­ur að.

    Frétt og mynd frá mos­fell­ing­ur.is.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00