Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
19. maí 2011

    Heilsuklasi Mos­fells­bæj­ar var form­lega stofn­að­ur í lok apríl og hef­ur stjórn ver­ið kos­in og fram­kvæmda­stjóri ráð­inn tíma­bund­ið.

    Heilsuklasi Mos­fells­bæj­ar var form­lega stofn­að­ur að Reykjalundi þann 28. apríl sl. en und­ir­bún­ing­ur stofn­un­ar klas­ans hef­ur stað­ið yfir í nokk­urn tíma. Markmið heilsuklas­ans er að efla og byggja upp starf­semi á sviði lýð­heilsu, heilsu­efl­ing­ar, end­ur­hæf­ing­ar og heilsu­ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ.

    Stofn­end­ur klas­ans starfa flest­ir í heilsu­tengdri þjón­ustu í Mos­fells­bæ og vilja auka og styrkja sam­st­arf sín á milli.  Þess er vænst að sam­starf­ið stuðli  að efl­ingu og upp­bygg­ingu á starf­semi á sviði lýð­heilsu, heilsu­efl­ing­ar, end­ur­hæf­ing­ar og heilsu­ferða­þjón­ustu í Mos­fells­bæ.

    Í stjórn klas­ans voru kjörin: Jón Páls­son formað­ur, Jón­ína Sig­ur­geirs­dótt­ir rit­ari, Snorri Hreggviðs­son gjald­keri, Vigdís Stein­þórs­dótt­ir, Sylgja Dögg Sig­ur­jóns­dótt­ir, Jón Magnús Jóns­son og Björk Ormars­son. Stjórn­in hef­ur ráð­ið Sig­ríði Dögg Auð­uns­dótt­ur fram­kvæmda­stjóra heilsuklas­ans í hlutastarfi tíma­bund­ið.

    Að sögn Jóns Páls­son­ar, ný­kjör­ins formanns, mun heilsuklas­inn koma öll­um Mos­fell­ing­um að gagni. „Eitt helsta markmið klas­ans er að fjölga störf­um í heilsu­tengdri þjón­ustu um helm­ing, sem mun vænt­an­lega hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lag­ið. Stefnt er á að þessi starf­semi verði jafn­framt grunnstoð und­ir aðra starf­semi svo sem veit­ing­a­rekst­ur, mat­væla­fram­leiðslu, ferða­þjón­ustu og fleira í Mos­fells­bæ.“

    Heilsuklas­inn stend­ur nú fyr­ir sam­keppni um nafn klas­ans og eru Mos­fell­ing­ar hvatt­ir til að taka þátt. Þá verð­ur hald­inn stefnu­mót­un­ar­fund­ur í Krika­skóla þriðju­dag­inn 31. maí kl. 20 þar sem öll­um áhuga­söm­um er boð­ið að taka þátt.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00