Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. febrúar 2024

    Skála­tún, sjálf­seign­ar­stofn­un í þágu barna, ung­menna og fjöl­skyldna efn­ir til sam­keppni um nafn fyr­ir þjón­ustu­svæði sem mun rísa á landi Skála­túns í Mos­fells­bæ.

    Þátttaka er öll­um opin til 22. fe­brú­ar næst­kom­andi og vinn­ingstil­lag­an verð­ur til­kynnt 7. mars. Verð­laun fyr­ir vinn­ingstil­lög­una verða 150.000 kr.

    Nafn þjón­ustu­svæð­is­ins skal hafa skír­skot­un til þess starfs sem þar mun fara fram og taka til­lit til þess að þang­að sæki að­al­lega börn og ung­menni.

    Dóm­nefnd verð­ur skip­uð full­trú­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu, Mos­fells­bæ og aug­lýs­inga­stof­unni TVIST.

    Þjón­usta fyr­ir börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur

    Á svæði Skála­túns í Mos­fells­bæ hef­ur ver­ið rekin þjón­usta fyr­ir fatlað fólk um ára­bil, en svæð­ið mun taka breyt­ing­um til fram­tíð­ar og verða að þjón­ustu­væði fyr­ir börn, ung­menni og fjöl­skyld­ur þeirra. Stofn­an­ir á veg­um rík­is­ins sem sinna mála­flokkn­um munu flytjast á svæð­ið sem og að­r­ir op­in­ber­ir að­il­ar, einka­að­il­ar og fé­laga­sam­tök, en svæð­ið verð­ur helgað þess­um mála­flokki ein­vörð­ungu.

    Far­sæld­ar­lög­in og fram­tíð svæð­is­ins

    Árið 2022 tóku gildi lög um sam­þætt­ingu þjón­ustu í þágu far­sæld­ar barna, hin svo­nefndu far­sæld­ar­lög, sem skylda þá að­ila sem starfa með og fyr­ir börn og ung­menni til þess að setja barn­ið í miðj­una og vinna sam­an að heild­ar­þjón­ustu kring­um barn­ið. Þetta kem­ur í veg fyr­ir að barn­ið og fjöl­skylda þess þurfi að sækja þjón­ustu á marga mis­mun­andi staði og halda utan um heild­ar­mynd mála sinna sjálf. Þau börn sem nýta flókn­ari þjón­ustu eða þjón­ustu á mörg­um svið­um fá mál­stjóra á veg­um síns sveit­ar­fé­lags sem held­ur utan um mál þeirra.

    Það svæði sem er að Skála­túni mun breyt­ast í áþreif­an­lega mynd þess­ara nýju laga, þar sem á svæð­inu verð­ur fjöldi sér­fræð­inga og þjón­ustu­að­ila fyr­ir börn og ung­menni. Fjöl­skyld­ur þurfa því ekki að leita á marga mis­mun­andi staði þeg­ar svæð­ið verð­ur til­bú­ið og ekki verð­ur jafn­flók­ið fyr­ir þjón­ustu­veit­end­ur að stilla sig sam­an í þágu barna og ung­menna, ver­andi að störf­um á sama svæði. Auk þessa fell­ur verk­efn­ið vel að hug­mynd­um rík­is­ins um svo­kall­að­ar Deigl­ur.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00