Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
21. september 2022

  Fjólu­blár bekk­ur er kom­inn á fal­leg­an út­sýn­is­stað á Blikastaðanesi í tengsl­um við Mun­um leið­ina, vit­und­ar­vakn­ingu Alzheimer­sam­tak­anna.

  Fjólu­blár er al­þjóð­leg­ur lit­ur Alzheimer sjúk­dóms­ins og annarra heila­bil­un­ar­sjúk­dóma.

  Fjólu­bláa bekki er einnig að finna í fleiri sveit­ar­fé­lög­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu:

  • Reykja­vík: við Reykja­vík­ur­flug­völl og göngu­brúnna í Foss­vogi
  • Kópa­vog­ur: á Kárs­nesi
  • Hafn­ar­fjörð­ur: við gömlu sund­laug­ina
  • Garða­bær: við Sjá­land
  • Seltjarn­ar­nes: við Gróttu

  All­ir bekk­irn­ir eiga það sam­eig­in­legt að standa við sjáv­ar­síð­una með fal­legu út­sýni en sam­an mynda þeir einnig skemmti­lega leið í gegn­um öll þessi sveit­ar­fé­lög.

  21. sept­em­ber er al­þjóð­leg­ur dag­ur heila­bil­un­ar og er þetta lið­ur í vit­und­ar­vakn­ingu Alzheimer­sam­tak­anna á Ís­landi um mála­flokk­inn. Á bekkj­un­um er QR kóði sem hægt er að skanna og styrkja um leið sam­tök­in.