Hinn 20. maí voru liðin 60 ár frá því Múlalundur tók til starfa og var því fagnað með mikilli afmælishátíð.
Múlalundur vinnustofa SÍBS er öflugt þjónustu- og framleiðslufyrirtæki í Mosfellsbæ sem rekið er af SÍBS í því skyni að skapa störf fyrir fólk með skerta starfsorku. Þar starfar saman fjölbreyttur hópur fólks með og án örorku og eftirspurn eftir störfum er mikil.
Starfsmenn eru tæplega 50 í um 25 stöðugildum en um 80 manns gefst færi á að spreyta sig árlega við störf á Múlalundi.
Á afmælisdaginn var opið hús á Múlalundi og lék Skólahljómsveit Mosfellsbæjar fyrir gesti. Þá tóku m.a. til máls Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands.