Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
28. maí 2019

    Hinn 20. maí voru lið­in 60 ár frá því Múla­lund­ur tók til starfa og var því fagn­að með mik­illi af­mæl­is­há­tíð.

    Múla­lund­ur vinnu­stofa SÍBS er öfl­ugt þjón­ustu- og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki í Mos­fells­bæ sem rek­ið er af SÍBS í því skyni að skapa störf fyr­ir fólk með skerta starfs­orku. Þar starf­ar sam­an fjöl­breytt­ur hóp­ur fólks með og án ör­orku og eft­ir­spurn eft­ir störf­um er mik­il.

    Starfs­menn eru tæp­lega 50 í um 25 stöðu­gild­um en um 80 manns gefst færi á að spreyta sig ár­lega við störf á Múla­lundi.

    Á af­mæl­is­dag­inn var opið hús á Múla­lundi og lék Skóla­hljóm­sveit Mos­fells­bæj­ar fyr­ir gesti. Þá tóku m.a. til máls Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra og Guðni Th. Jó­hann­esson for­seti Ís­lands.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00