Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
14. mars 2019

    Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir þannig við­horf íbúa til þjón­ustu í 19 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Að venju er Mos­fells­bær í efstu sæt­um og yfir lands­með­al­tali utan eins mála­flokks.

    Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir þannig við­horf íbúa til þjón­ustu í 19 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Að venju er Mos­fells­bær í efstu sæt­um og yfir lands­með­al­tali utan eins mála­flokks.

    Á ár­inu 2018 var Mos­fells­bær í þriðja sæti þeg­ar lagt er mat á sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á og reynd­ust 91% að­spurðra frek­ar eða mjög ánægð­ir með Mos­fells­bæ sem stað til að búa á.

    Mos­fells­bær er vel yfir lands­með­al­tali í níu mála­flokk­um af tólf, á pari í tveim­ur mála­flokk­um en und­ir landsmeðal­tali í ein­um mála­flokki. Sá mála­flokk­ur er að­staða til íþrótta­iðk­un­ar sem dal­ar milli ára. Í fyrra voru 77% íbúa frek­ar eða mjög ánægð­ir með að­stöðu til íþrótta­iðk­un­ar en 84% íbúa í Mos­fells­bæ voru ánægð­ir með að­stöðu til íþrótta­iðk­un­ar árið 2017.

    Þá nið­ur­stöðu þarf vænt­an­lega að rýna og nýta til þess að gera enn bet­ur á nýju ári. Nú standa yfir mikl­ar fram­kvæmd­ir á sviði íþrótta­mann­virkja hjá Mos­fells­bæ þar sem er ann­ars veg­ar bygg­ing fjöl­nota íþrótta­húss og hins veg­ar end­ur­nýj­un gólfa í söl­um Varmár.

    Mos­fells­bær í fremstu röð

    Spurð­ir um af­stöðu til þjón­ustu Mos­fells­bæj­ar í heild reynd­ust 82% mjög eða frek­ar ánægð en á milli ára hækk­ar Mos­fells­bær í þrem­ur mála­flokk­um en lækk­ar í tveim­ur. Ánægja vex milli ára á sviði leik­skóla­mála, grunn­skóla­mála og því hversu vel íbú­um þyk­ir starfs­fólk bæj­ar­ins hafa leyst úr er­ind­um þeirra. Það dreg­ur hins veg­ar úr ánægju milli ára á sviði að­stöðu til íþrótta­iðk­un­ar og hvernig sveit­ar­fé­lag­ið sinn­ir menn­ing­ar­mál­um.

    Ánægju­leg tíð­indi

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ist um margt ánægð­ur með út­kom­una og að könn­un Gallup sé á hverj­um tíma hluti af þeim gögn­um sem nýtt eru til þess að vinna að um­bót­um í starf­semi Mos­fells­bæj­ar.

    „Það sem er ánægju­legt er að á heild­ina lit­ið eru Mos­fell­ing­ar mjög ánægð­ir með bæ­inn sinn. Við höf­um alltaf ver­ið í einu af þrem­ur efstu sæt­un­um þeg­ar spurt er um Mos­fells­bæ sem stað til að búa á og ég er nú sem fyrr stolt­ur af því.

    Íbúa­fjölg­un síð­ustu tveggja ára er mik­il og að mínu mati eru það frá­bær tíð­indi að okk­ar flotta starfs­fólki hafi tek­ist að taka á móti um 1.000 nýj­um íbú­um tvö ár í röð og hald­ið áfram að veita íbú­um framúrsk­ar­andi þjón­ustu.

    Það er gott að sjá að ánægja með þjón­ustu grunn­skóla og leik­skóla eykst á milli ára og það sama gild­ir um það hversu vel íbú­um þyk­ir starfs­fólk bæj­ar­ins hafa leyst úr er­ind­um þeirra.
    Eins og ávallt þá er svig­rúm til að gera bet­ur og ég vil huga vel að þeim þátt­um sem koma síð­ur út í könn­un­inni eða rísa hæg­ar en metn­að­ur okk­ar stend­ur til og vinna mark­visst að um­bót­um á þeim svið­um.“

    Frétt á mos­fell­ing­ur.is.