Á dögunum var undirritaður samningur um vátryggingar milli Mosfellsbæjar og TM þar sem aðilar samþykkja að TM mun næstu þrjú árin annast um allar vátryggingar Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkti í nóvember að bjóða út vátryggingar bæjarins og er samningurinn gerður í kjölfar þess útboðs þar sem TM var lægstbjóðandi.
Á dögunum var undirritaður samningur um vátryggingar milli Mosfellsbæjar og TM þar sem aðilar samþykkja að TM mun næstu þrjú árin annast um allar vátryggingar Mosfellsbæjar. Bæjarráð samþykkti í nóvember að bjóða út vátryggingar bæjarins og er samningurinn gerður í kjölfar þess útboðs þar sem TM var lægstbjóðandi.
„Ég er mjög ánægður með að vátryggingamál Mosfellsbæjar hafi farið í útboðsferli sem hefur leitt til hagstæðs samnings. Við erum alltaf að leitast við að auka hagkvæmni í rekstri bæjarins og þetta er hluti af því. „ Segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri.
Sigurður Viðarsson forstjóri TM sagði við þetta tækifæri “Við hjá TM gleðjumst yfir nýgerðum samningi við Mosfellsbæ og hlökkum til að veita sveitarfélaginu þjónustu á sviði vátrygginga. Með samningnum er jafnframt kveðið á um að náið samstarf skuli vera á samningstímabilinu á sviði forvarnarmála sem mun vonandi koma öllum til góðs sem hlut eiga að máli. Fer þetta mjög vel saman við stefnu félagsins og markmið í þjónustu við viðskiptavini þess.”