Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
8. september 2010

  Orkuveita ReykjavíkurBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur mót­mælt boð­uð­um hækk­un­um á gjald­skrá­Orku­veitu Reykja­vík­ur og tel­ur það ekki sann­gjarnt að velta erfiðrifjár­hags­stöðu OR yfir á heim­ili, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki með þeim­hætti sem nú er gert.

  Orkuveita ReykjavíkurBæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar hef­ur mót­mælt boð­uð­um hækk­un­um á gjaldskrá Orku­veitu Reykja­vík­ur og tel­ur það ekki sann­gjarnt að velta erfiðri fjár­hags­stöðu OR yfir á heim­ili, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki með þeim hætti sem nú er gert. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar bein­ir jafn­framt þeim ein­dregnu til­mæl­um til stjórn­ar Orku­veitu Reykja­vík­ur að þessi gríð­ar­lega hækk­un verði end­ur­skoð­uð og ann­arra leiða leitað til að bregð­ast við erfiðri fjár­hags­stöðu Orku­veitu Reykja­vík­ur. Har­ald­ur Sverris­son, bæj­ar­stjóri Mos­fells­bæj­ar, hef­ur sent til­mæli bæj­ar­ráðs á for­stjóra Orku­veitu Reykja­vík­ur og stjórn­ar­formann.

  Bók­un­in er svohljóð­andi:
  “Vegna boð­aðra hækk­ana Orku­veitu Reykja­vík­ur á gjald­skrám þann 1. októ­ber næst­kom­andi vill bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar af því til­efni lýsa því yfir að ekki geti tal­ist sann­gjarnt að velta erfiðri fjár­hags­stöðu Orku­veitu Reykja­vík­ur yfir á heim­ili, sveit­ar­fé­lög og fyr­ir­tæki með þeim hætti sem nú er gert.
  Þau sveit­ar­fé­lög sem ekki eru hluti af eig­enda­hópi Orku­veit­unn­ar bera ekki ábyrgð á óhag­stæð­um fjár­mögn­un­ar­samn­ing­um og hafa ekki þeg­ið arð­greiðsl­ur til þess að greiða nið­ur sam­fé­lags­leg verk­efni.
  Skemmst er að minn­ast yf­ir­lýs­ing­ar fyrr­ver­andi stjórn­ar­formanns OR þeg­ar arð­greiðsl­ur yf­ir­stand­andi árs voru rök­studd­ar: “Arð­greiðsl­ur OR renna til sam­fé­lags­legra verk­efna á veg­um eig­end­anna og gera sveit­ar­fé­lög­un­um kleift að halda aft­ur af gjald­skrár­hækk­un­um á sinni marg­þættu þjón­ustu.”
  Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar bein­ir þeim ein­dregnu til­mæl­um til stjórn­ar OR að þessi gríð­ar­lega hækk­un verði end­ur­skoð­uð og leitað verði ann­arra leiða til að bregð­ast við fjár­hags­vanda Orku­veitu Reykja­vík­ur.”

  Sam­þykkt á 992. fundi Bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar þ. 2. sept­em­ber 2010.

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00