Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
5. október 2017

    Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn þann 18. sept­em­ber síð­ast­lið­inn í sal FMOS, fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Yf­ir­skrift dags­ins að þessu sinni var „Mos­fells­bær – Heilsu­efl­andi sam­fé­lag gegn of­beldi“. Fjallað var um of­beldi og birt­ing­ar­mynd­ir þess í víðu sam­hengi. Að um­ræðu dags­ins komu að­il­ar sem unn­ið hafa með ein­um eða öðr­um hætti að því að sporna gegn of­beldi og að opna á um­ræð­una um mál­efn­ið.

    Jafn­rétt­is­dag­ur Mos­fells­bæj­ar var hald­inn þann 18. sept­em­ber síð­ast­lið­inn í sal FMOS, fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Yf­ir­skrift dags­ins að þessu sinni var „Mos­fells­bær – Heilsu­efl­andi sam­fé­lag gegn of­beldi“

    Fjallað var um of­beldi og birt­ing­ar­mynd­ir þess í víðu sam­hengi. Að um­ræðu dags­ins komu að­il­ar sem unn­ið hafa með ein­um eða öðr­um hætti að því að sporna gegn of­beldi og að opna á um­ræð­una um mál­efn­ið.
    Þor­björg I. Jóns­dótt­ir hæsta­rétt­ar­lög­mað­ur fjall­aði um birt­ing­ar­mynd­ir of­beld­is og hvern­ig þær eru ávallt að þró­ast og breyt­ast í sam­ræmi við breyt­ing­ar í sam­fé­lag­inu. Þá lýsti hún reynslu brota­þola frá sjón­ar­hóli þeirra sem hún hef­ur sinnt rétt­ar­gæslu fyr­ir sem lög­mað­ur. Þor­björg benti sér­stak­lega á að þo­lend­ur virð­ast oft­ar en ekki upp­lifa, að þeim sé ekki trú­að, hvorki af þeim sem ann­ast rann­sókn brot­anna né fólki al­mennt, þótt sönn­un­ar­gögn liggi fyr­ir. Einn­ig hafa dóm­ar í mála­flokkn­um því mið­ur oft ver­ið um sýknu jafn­vel þótt sönn­un hafi að mati þol­anda ver­ið nægi­leg vegna þess að ger­and­inn er alltaf lát­inn njóta vaf­ans auk þess sem skorti á skiln­ing á eðli og af­leið­ing­um of­beld­is í dóms­kerf­inu. 
    Lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, Sig­ríð­ur Björk Guð­jóns­dótt­ir fór yfir áhersl­ur þeirra mála­flokka tengt of­beldi sem lög­regl­an hef­ur unn­ið með frá ár­inu 2014. Þar vakti sér­staka at­hygli sú mikla aukn­ing í fjölda mála þar sem til­kynnt er yn of­beldi til lög­regl­unn­ar á þessu tíma­bili. Áhersl­ur lög­regl­unn­ar tengjast ekki bara kyn­ferð­is­brot­um, nauðg­un­um eða öðr­um of­beld­is­brot­um, held­ur legg­ur lög­reglu­embætt­ið mikla áherslu á að­komu að heim­il­isof­beld­is­mál­um. Markmið þess er að tak­marka lík­ur á end­ur­tekn­ingu slíkra of­belda sem og að veita brota­þol­um og gerend­um þann stuðn­ing sem hægt er, í þeim til­gangi að fyr­ir­byggja að brot­in end­ur­taki sig. Lög­regl­an er í góðu sam­starfi við fé­lags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, barna­vernd­ar­yf­ir­völd og heilsu­gæsl­una vegna verk­efn­is­ins.
    Einn­ig voru flutt er­indi þar sem starfs­semi Stíga­móta, Kvenna­at­hvarfs­ins og Bjark­ar­hlíð­ar var kynnt, en all­ir þess­ir stað­ir eru at­hvarf fyr­ir þá sem hafa upp­lifað of­beldi og gegna þeir lyk­il­at­riði í að veita þo­lend­um stuðn­ing. Sér­stak­lega er hug­að að börn­um í starf­semi þeirra, en rann­sókn­ir sýna að upp­lif­un barna af of­beldi og áhrif þess á líð­an þeirra er van­met­in og get­ur haft víð­tæk áhrif að líð­an þeirra og þroska til fram­búð­ar. 

     
    Jafn­réttisvið­ur­kenn­ingu Mos­fells­bæj­ar árið 2017 hlaut FemMos; Fem­inísta­fé­lag Fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. FemMos hef­ur unn­ið mark­visst að því að jafna rétt kynj­anna með því að sýna frum­kvæði og kveikja um­ræðu tengt kyn­bundnu of­beldi, kynjam­is­mun­un og að vekja máls og auka fræðslu í mála­flokkn­um. Fé­lag­ið stóð fyr­ir fjöl­mörg­um áhuga­verð­um við­burð­um, með­al ann­ars má nefna söfn­un til styrkt­ar Stíga­mót­um und­ir yf­ir­skrift­inni „Ég er á móti kyn­ferð­isof­beldi“. Í þeirri söfn­un skap­að­ist sam­tal og um­ræða milli nem­enda á öll­um aldri um birt­ing­ar­mynd kyn­bund­ins of­beld­is og við­brögð gegn því. Hald­in voru reglu­bund­in kaffi­húsa­kvöld þar sem kynja­fræði­kennsla, kynja­kvóti, kyn­bund­ið of­beldi og kynjam­is­mun­un voru rædd. Enn­frem­ur stóð FemMos fyr­ir jafn­réttisviku þar sem boð­ið var upp á ýmsa fræðslu og um­ræðu­hópa um jafn­rétti í víð­um skiln­ingi.

    Með við­ur­kenn­ing­unni vill Fjöl­skyldu­nefnd Mos­fells­bæj­ar hvetja íbúa og starfs­menn Mos­fells­bæj­ar til að fylgja góðu for­dæmi FemMos í þeirri von að fylgja eft­ir vit­und­ar­vakn­ingu og auka um­ræðu um jafn­rétti kynj­anna.

     

    Mynd­ir Mos­fell­ing­ur 28. sept­em­ber

    Er­indi flutt á jafn­rétt­is­degi
    Bjark­ar­hlíð – fyr­ir þo­lend­ur of­beld­is
    Kynja­bund­ið of­beldi – Jafn­rétt­is­dag­ur í Mos­fells­bæ
    Kvenna­at­hvarf­ið – Töl­um um of­beldi
    Stíga­mót fyr­ir karla
    Birt­ing­ar­mynd of­beld­is

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00