Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september síðastliðinn í sal FMOS, framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær – Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“. Fjallað var um ofbeldi og birtingarmyndir þess í víðu samhengi. Að umræðu dagsins komu aðilar sem unnið hafa með einum eða öðrum hætti að því að sporna gegn ofbeldi og að opna á umræðuna um málefnið.
Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september síðastliðinn í sal FMOS, framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær – Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“.
Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2017 hlaut FemMos; Feminístafélag Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. FemMos hefur unnið markvisst að því að jafna rétt kynjanna með því að sýna frumkvæði og kveikja umræðu tengt kynbundnu ofbeldi, kynjamismunun og að vekja máls og auka fræðslu í málaflokknum. Félagið stóð fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum, meðal annars má nefna söfnun til styrktar Stígamótum undir yfirskriftinni „Ég er á móti kynferðisofbeldi“. Í þeirri söfnun skapaðist samtal og umræða milli nemenda á öllum aldri um birtingarmynd kynbundins ofbeldis og viðbrögð gegn því. Haldin voru reglubundin kaffihúsakvöld þar sem kynjafræðikennsla, kynjakvóti, kynbundið ofbeldi og kynjamismunun voru rædd. Ennfremur stóð FemMos fyrir jafnréttisviku þar sem boðið var upp á ýmsa fræðslu og umræðuhópa um jafnrétti í víðum skilningi.
Með viðurkenningunni vill Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hvetja íbúa og starfsmenn Mosfellsbæjar til að fylgja góðu fordæmi FemMos í þeirri von að fylgja eftir vitundarvakningu og auka umræðu um jafnrétti kynjanna.
Myndir Mosfellingur 28. september
Erindi flutt á jafnréttisdegi
Bjarkarhlíð – fyrir þolendur ofbeldis
Kynjabundið ofbeldi – Jafnréttisdagur í Mosfellsbæ
Kvennaathvarfið – Tölum um ofbeldi
Stígamót fyrir karla
Birtingarmynd ofbeldis