Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
22. ágúst 2016

    Sam­kvæmt ákvörð­un bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar verð­ur skipt um gúmmík­url á öll­um gervi­gras- og spar­kvöll­um í bæn­um. Búið er að setja upp og sam­þykkja þriggja ára áætlun um fram­kvæmd­ina sem mun kosta um 124 millj­ón­ir og taka þrjú ár. Byrj­að verð­ur á elstu spar­kvöll­un­um við grunn­skóla bæj­ar­ins og endað á gervi­grasvöll­un­um við Varmá.

    Sam­kvæmt ákvörð­un bæj­ar­ráðs Mos­fells­bæj­ar verð­ur skipt um gúmmík­url á öll­um gervi­gras- og spar­kvöll­um í bæn­um. Búið er að setja upp og sam­þykkja þriggja ára áætlun um fram­kvæmd­ina sem mun kosta um 124 millj­ón­ir og taka þrjú ár. Byrj­að verð­ur á elstu spar­kvöll­un­um við grunn­skóla bæj­ar­ins og endað á gervi­grasvöll­un­um við Varmá.

    Ákvörð­un­in var tekin í kjöl­far til­mæla frá Um­hverf­is­stofn­un þar sem seg­ir að æski­legt sé að draga úr notk­un heilsu- og um­hverf­isskað­legra efna. Þó að rann­sókn­ir hafi ekki sýnt fram á að notk­un dekkjak­ur­ls valdi heilsu­fars­leg­um skaða bein­ir Um­hverf­is­stofn­un því til að­ila sem bera ábyrgð á gervi­grasvöll­um, að við end­ur­nýj­un vall­anna eða við bygg­ingu nýrra valla verði not­að­ar að­r­ar lausn­ir.

    Á gervi­grasvell­in­um við Varmá er svo­kallað græn­húð­að kurl en húð­un­in á að koma í veg fyr­ir að heilsu­spill­andi efni losni úr kurlinu við notk­un. Til­laga að end­ur­nýj­un gúmmík­ur­ls á þeim velli er gerð með fyr­ir­vara um fram­tíðaráform um yf­ir­bygg­ingu vall­ar­ins.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00