Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
12. desember 2019

    Fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ing Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar (GM) er nú í höfn. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fól bæj­ar­stjóra og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að leiða við­ræð­ur við Lands­bank­ann og aðra kröfu­hafa og hafa nú náðst samn­ing­ar sem tryggja hags­muni þeirra sem iðka golfí­þrótt­ina í Mos­fells­bæ.

    Fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ing Golf­klúbbs Mos­fells­bæj­ar (GM) er nú í höfn. Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar fól bæj­ar­stjóra og lög­manni Mos­fells­bæj­ar að leiða við­ræð­ur við Lands­bank­ann og aðra kröfu­hafa og hafa nú náðst samn­ing­ar sem tryggja hags­muni þeirra sem iðka golfí­þrótt­ina í Mos­fells­bæ.

    Í stuttu máli er nið­ur­stað­an sú að Land­bank­inn end­ur­skip­ar lána­sam­setn­ingu GM, m.a. með því að setja stór­an hluta krafna sinna á af­borg­ana- og vaxta­laust bið­lán til allt að 9 ára, að­r­ir kröfu­haf­ar gefa eft­ir hluta af sín­um kröf­um og Mos­fells­bær kaup­ir neðri hæð íþróttamið­stöðv­ar­inn­ar Kletts.

    Þessi nið­ur­staða leið­ir fram lækk­aða skulda­stöðu GM, lækk­ar greiðslu­byrði lána og lag­ar lausa­fjár­stöðu klúbbs­ins að starf­sem­inni. Með kaup­um Mos­fells­bæj­ar á neðri hæð­ina fyr­ir 115 m.kr. eign­ast bær­inn hið eig­in­lega íþrótta­mann­virki og trygg­ir að unnt verði að stunda golfí­þrótt­ina á vell­in­um og í golf­herm­um óháð eign­ar­haldi á efri hæð húss­ins. Þá get­ur Mos­fells­bær veitt öðr­um að­il­um að­g­ang að hús­næð­inu ef þörf kref­ur.

    Næstu skref felast í því að ljúka fram­kvæmd­um á neðri hæð­inni og verða af­not GM að hús­næð­inu sam­bæri­leg og þeg­ar önn­ur íþrótta­mann­virki Mos­fells­bæj­ar eru nýtt af íþrótta­fé­lög­um í bæn­um.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00