Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
13. desember 2016

  Öll­um nem­end­um á ung­linga­stigi í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar var á mánu­dag boð­ið upp á fræðslu­dagskrá og sam­tal um kvíða og til­finn­ing­ar sem tengjast kvíða. Vís­bend­ing­ar eru um að kvíða­ein­kenni séu að aukast hjá ung­menn­um al­mennt. Það kem­ur fram í nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar um hagi og líð­an ungs fólks sem fyr­ir­tæk­ið Rann­sókn­ir og grein­ing hef­ur fram­kvæmt síð­ustu ár.

  Öll­um nem­end­um á ung­linga­stigi í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar var á mánu­dag boð­ið upp á fræðslu­dagskrá og sam­tal um kvíða og til­finn­ing­ar sem tengjast kvíða. Vís­bend­ing­ar eru um að kvíða­ein­kenni séu að aukast hjá ung­menn­um al­mennt. Það kem­ur fram í nið­ur­stöð­um rann­sókn­ar um hagi og líð­an ungs fólks sem fyr­ir­tæk­ið Rann­sókn­ir og grein­ing hef­ur fram­kvæmt síð­ustu ár.

  Fræðslu- og frí­stunda­svið Mos­fells­bæj­ar vinn­ur nú að að­gerðaráætlun sem mið­ar að for­vörn­um og fræðslu sem er snið­in að líð­an ungs fólks. Fræðslufund­ur­inn í morg­un var lið­ur í að­gerðaráætl­un­inni.

  Fræðslu­skrif­stof­an, Fé­lags­mið­stöðin Ból ásamt grunn­skól­un­um stóðu sam­an að dag­skránni sem fór fram í Íþróttamið­stöð­inni að Varmá í morg­un. Anna Sig­urð­ar­dótt­ir sál­fræð­ing­ur hélt fyr­ir­lest­ur um kvíða og síð­an var far­ið í hópa­vinnu. Tek­ist var með­al ann­ars á við spurn­ing­ar um hvað telst vera eðli­legt varð­andi til­finn­ing­ar sem tengjast kvíða? Hvaða tæki og tól höf­um við til að takast á við kvíða í dag­legu lífi? Í lokin komu bræð­urn­ir Jón og Friðrik Dór Jóns­syn­ir og skemmtu við­stödd­um.

  Nem­end­ur á ung­linga­stigi í grunn­skól­um Mos­fells­bæj­ar eru sam­tals um 470. Það er nýj­ung að þeim sé öll­um stefnt á sama stað á sama tíma til að ræða svo mik­il­vægt mál­efni sín á milli. Það gef­ur til kynna að líð­an þeirra er tekin al­var­lega og markmið með fund­in­um var að kenna þeim að um­gang­ast til­finn­ing­ar sín­ar sem með­al ann­ars tengjast kvíða og ann­arri and­legri van­líð­an.

  Nán­ari upp­lýs­ing­ar gefa:

  Guðríð­ur Þóra Gísla­dótt­ir sál­fræð­ing­ur – 663 6746
  Edda Dav­íðs­dótt­ir tóm­stunda­full­trúi Mos­fells­bæj­ar – 615 1532

  Netspjall

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00

  Þjónustuver 525-6700

  Opið virka daga
  mán., þri., fim. 8:00-16:00
  mið. 8:00-18:00
  fös. 8:00-14:00