Opið er fyrir umsóknir í Lista- og menningarsjóð sem og fyrir umsóknir vegna Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar.
Auglýst hefur verið eftir umsóknum vegna Þróunar- og nýsköpunarviðurkenningar Mosfellsbæjar. Viðurkenningin er þematengd í ár og óskað er eftir hugmyndum sem tengjast heilsu og heilsuferðaþjónustu. Viðurkenningin er veitt annað hvert ár og er þetta í fjórða skipti sem auglýst er eftir umsóknum.
Menningarmálanefnd hefur auglýst eftir umsóknum í Lista- og menningarsjóð. Markmið sjóðsins er að styrkja hverskonar menningarstarfsemi, list og listiðnað í bæjarfélaginu auk þess að veita styrki til sérstakra verkefna á sviði menningarmála.