Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
11. febrúar 2016

    Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt í máli ís­lenska rík­is­ins gegn Mos­fells­bæ þar sem deilt var um álagn­ingu gatna­gerð­ar­gjalds vegna bygg­ing­ar fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ. Rík­ið og Mos­fells­bær stóðu sam­an að bygg­ingu fram­halds­skól­ans. Sam­ið var á sín­um tíma um að rík­ið skyldi greiða 60% kostn­að­ar­ins við bygg­ingu skól­ans en bær­inn 40%.

    Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt í máli ís­lenska rík­is­ins gegn Mos­fells­bæ þar sem deilt var um álagn­ingu gatna­gerð­ar­gjalds vegna bygg­ing­ar fram­halds­skól­ans í Mos­fells­bæ.

    Rík­ið og Mos­fells­bær stóðu sam­an að bygg­ingu fram­halds­skól­ans. Sam­ið var á sín­um tíma um að rík­ið skyldi greiða 60% kostn­að­ar­ins við bygg­ingu skól­ans en bær­inn 40%.

    Mos­fells­bær taldi sig vera í rétti til að inn­heimta gatna­gerð­ar­gjald á grund­velli laga nr. 153/2006 þar sem skylt er að inn­heimta gatna­gerð­ar­gjöld af fast­eign­um í þétt­býli án und­an­tekn­inga er varða bygg­ingu fram­halds­skóla.

    Dóm­ur­inn kemst hins­veg­ar að þeirri nið­ur­stöðu að túlka beri lög nr. 92/2008 um fram­halds­skóla þann­ig að sveit­ar­fé­lög skuli leggja til lóð­ir und­ir fram­halds­skóla án end­ur­gjalds og þar með tal­ið án gatna­gerð­ar­gjalda.

    Mos­fells­bær lít­ur á mál­ið sem próf­mál sem hafi áhrif á bygg­ingu fram­halds­skóla í öll­um sveit­ar­fé­lög­um. Gatna­gerð­ar­gjald er skatt­ur og sam­kvæmt meg­in­reglu laga skal túlka all­ar und­an­tekn­ing­ar frá greiðslu skatta mjög þröngt. Þess má geta að gatna­gerð­ar­gjöld eiga að standa und­ir gatna­gerð al­mennt í sveit­ar­fé­lög­um en ekki bara gatna­gerð að þeim fast­eign­um sem um ræð­ir.

    Bæj­ar­ráð Mos­fells­bæj­ar sam­þykkti í morg­un að áfrýja mál­inu. Bæj­ar­ráð tel­ur mik­il­vægt að úr því sé skor­ið fyr­ir æðra dómsvaldi hvort sveit­ar­fé­lög­um beri að inn­heimta gatna­gerð­ar­gjöld vegna bygg­ing­ar fram­halds­skóla.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán., þri., fim. 8:00-16:00
    mið. 8:00-18:00
    fös. 8:00-14:00