Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
30. janúar 2020

    Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir þann­ig við­horf íbúa til þjón­ustu í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Að venju er Mos­fells­bær í efstu sæt­um og yfir lands­með­al­tali í öll­um mála­flokk­um utan eins þar sem sveit­ar­fé­lag­ið er jafnt öðr­um sveita­fé­lög­um.

    Gallup kann­ar ár­lega þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og mæl­ir þann­ig við­horf íbúa til þjón­ustu í 20 stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins. Að venju er Mos­fells­bær í efstu sæt­um og yfir lands­með­al­tali í öll­um mála­flokk­um utan eins þar sem sveit­ar­fé­lag­ið er jafnt öðr­um sveita­fé­lög­um.

    Á ár­inu 2019 var Mos­fells­bær í þriðja sæti þeg­ar lagt er mat á sveit­ar­fé­lag­ið sem stað til að búa á og reynd­ust 92% að­spurðra frek­ar eða mjög ánægð­ir. Með­al­ein­kunn­in hækk­ar úr 4,4 í 4,5 á milli ára hjá Mos­fells­bæ sem stað­set­ur bæ­inn á með­al þriggja hæstu sveit­ar­fé­lag­anna sem öll eru með sömu einkunn.

    Mos­fells­bær í fremstu röð með­al sveita­fé­laga

     

    Mos­fells­bær er yfir lands­með­al­tali í ell­efu mála­flokk­um af tólf, en jafnt í ein­um mála­flokki sem er þjón­usta grunn­skóla. Í lok árs 2019 voru þann­ig 83% mjög eða frek­ar ánægð með að­stöðu til íþrótta­iðkun­ar en ári áður voru 77% íbúa þeirr­ar skoð­un­ar sem er töl­fræði­lega marktæk aukn­ing milli ára. Það sama gild­ir um af­stöð­una til þjón­ustu við eldri borg­ara þar sem 59% eru mjög eða frek­ar ánægð­ir með þjón­ust­una. Einn­ig vex ánægja með menn­ing­ar­mál, þjón­ustu við fatl­aða og Mos­fells­bæ sem stað til að búa á. Það dreg­ur hins veg­ar úr ánægju milli ára á sviði leik­skóla, sorp­hirðu, skipu­lags­mála, þjón­ustu og úr­lausn­ar er­inda sem er hvatn­ing fyr­ir starfs­menn Mos­fells­bæj­ar til að gera bet­ur.

    Ánægju­leg tíð­indi

    Har­ald­ur Sverris­son bæj­ar­stjóri seg­ir að könn­un Gallup sé hluti af þeim gögn­um sem nýtt eru til þess að vinna að um­bót­um í starf­semi Mos­fells­bæj­ar og nú taki við kynn­ing á nið­ur­stöð­um könn­un­ar­inn­ar í nefnd­um bæj­ar­ins.

    „Enn sem fyrr rað­ar Mos­fells­bær sér á verð­launap­all þeg­ar kem­ur að mati íbúa á Mos­fells­bæ sem stað til að búa á. Það er dýr­mætt fyr­ir okk­ur sem störf­um fyr­ir Mos­fell­inga að finna að þeir eru ánægð­ir með þjón­ust­una og könn­un­in veit­ir okk­ur grunn upp­lýs­ing­ar sem við get­um nýtt til þess að standa okk­ur enn bet­ur. Ánægja eykst í nokkr­um mála­flokk­um, það er síðra að hún dali ör­lít­ið á öðr­um stöð­um, en höf­um í huga að við erum yfir lands­með­al­tali í öll­um mála­flokk­um nema hvað þjón­ustu grunn­skóla varð­ar þar sem við erum í lands­með­al­tal­inu. Síð­ast­lið­in þrjú ár hef­ur íbú­um í Mos­fells­bæ fjölgað um 1.000 manns á hverju ári. Við höf­um lagt áherslu á að vöxt­ur sveit­ar­fé­lags­ins hafi já­kvæð áhrif á þjón­ustu og þjón­ustust­ig og það virð­ist hafa tek­ist í öll­um meg­in­at­rið­um, en við mun­um halda vöku okk­ar og gera góð­an bæ enn betri.“

    Heild­ar­úr­tak í könn­un­inni er 10.845 manns, þar af 341 svar úr Mos­fells­bæ. Nán­ari upp­lýs­ing­ar má finna á slóð­inni mos.is/gallup2019.

     

    Sjá einn­ig á mos­fell­ing­ur.is

     

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-12:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-13:00