Saga ullariðnaðar á Íslandi hefur verið samofin sögu Mosfellsbæjar í gegnum tíðina. Í tilefni bæjarhátíðarinnar hefur Mosfellsbær látið hanna „Mosfellsbæjarpeysu“ og má finna uppskriftir hér að neðan. Peysan ber merki Mosfellsbæjar og hægt er að velja mynstur eftir mismunandi hverfislit.
Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, er haldin síðustu helgina í ágúst ár hvert. Bærinn er klæddur í hátíðarbúning með skreytingum þar sem hvert hverfi hefur sinn lit og hafa bæjarbúar einnig klætt sig upp í sinn lit.
Saga ullariðnaðar á Íslandi hefur verið samofin sögu Mosfellsbæjar í gegnum tíðina. Í tilefni bæjarhátíðarinnar hefur Mosfellsbær látið hanna „Mosfellsbæjarpeysu“ og má finna uppskriftir hér að neðan. Peysan ber merki Mosfellsbæjar og hægt er að velja mynstur eftir mismunandi hverfislit.
Mosfellingar eru hvattir til að fjölmenna í ullarpartý í Álafosskvos sem fram fer föstudagskvöldið 26. ágúst.
Prjónauppskriftir:
Bláa hverfið
|
Prjónauppskriftir birtast hér á pdf-formi (Adobe Acrobat Reader) Adobe Acrobat Reader er hægt að nálgast hér. |
|
LITASKIPTING HVERFA Á BÆJARHÁTÍÐ:
GULUR: Hlíðar, Höfðar, Tún og Mýrar
RAUÐUR: Tangar, Holt og miðbær
BLEIKUR: Teigar, Krikar, Lönd, Ásar, Tungur og Mosfellsdalur
BLÁR: Reykjahverfi og Helgafellsland