Hoppa í meginmál
mos.is - Forsíða
16. apríl 2018

    Héraðsdóm­ur Reykja­ness hefur dæmt Mos­fells­bæ til þess að greiða Spennt ehf. 20.099.106 kr. Í dómn­um kem­ur fram að Spennt eigi sam­tals kröf­ur að fjár­hæð 51.978.424 krón­ur. Mos­fells­bær eigi hins veg­ar gagn­kröf­ur til skulda­jafnaðar að fjár­hæð 31.879.318 krón­ur og beri því að greiða 20.099.106 krón­ur vegna máls­ins.

    Héraðsdóm­ur Reykja­ness hefur dæmt Mos­fells­bæ til þess að greiða Spennt ehf. 20.099.106 kr. Í dómn­um kem­ur fram að Spennt eigi sam­tals kröf­ur að fjár­hæð 51.978.424 krón­ur. Mos­fells­bær eigi hins veg­ar gagn­kröf­ur til skulda­jafnaðar að fjár­hæð 31.879.318 krón­ur og beri því að greiða 20.099.106 krón­ur vegna máls­ins.

    Máls­at­vik eru þau að Mos­fells­bær stóð fyr­ir útboði vegna bygg­ing­ar íþrótta­húss að Varmá þar sem verktaki átti að leggja til hönnun verks sem og fram­kvæmd. Til­boð bár­ust frá átta aðilum og var Spennt ehf. einn af þeim en öll­um til­boðum var hafnað. Í kjöl­farið fóru fram samn­ings­kaup þar sem Mos­fells­bær gerði verk­samn­ing við Spennt ehf.

    Í dómnum seg­ir að ágrein­ing­ur­inn snú­ist um það í hvaða ástandi Spennt ehf. átti að skila hús­inu og kröfu hans um ýmis auka- eða viðbót­ar­verk við samn­ings­verkið. Einnig er ágrein­ing­ur um kröfu Spennt ehf. vegna milli­bygg­ing­ar sem upp­haf­lega var ekki gert ráð fyr­ir. Þá var deilt um það hvort Mos­fells­bær eigi gagn­kröfu til skulda­jafnaðar þar sem verkið hafi verið ófull­gert og haldið göll­um.

    Netspjall

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00

    Þjónustuver 525-6700

    Opið virka daga
    mán. – fim. 8:00-16:00
    fös. 8:00-14:00